Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 80

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 80
96 LÆKNABLAÐIÐ It ITFllEGN Medicinhistorisk Ársbok 1962. Editor: Wolfram Kock, M. D., Docent, Stockholm. AB Gustaf Lind.ströms Boktryc- keri. Stockholm 1962. Nýlega er komin út Medicin- historisk Ársbok 1962. Að útgáf- unni standa félög áhugamanna í læknastétt á hinurn Norðurlöndun- um um sögu læknisfræðinnar. Hér á landi er slíkt félag ekki starfandi, en fulltrúi íslands í rit- stjórn árbókarinnar er hins vegar Jón Steffensen prófessor. — Er það í fyrsta sinn, sem íslending- ar eiga aðild að útgáfu Medicin- historisk Ársbok. Skrifar próf. Jón .stuttan inngangskafla í bókina, ,,En hilsen fra Island“, þar sem hann skýrir frá framlagi íslenzkra lækna til könnunar á sögu læknis- fræðinnar. Auk prófessors Jcns sjálfs, hafa þar einkum lagt hönd á plóginn Vilmundur Jónsson, fyrrum landlæknir, og Sigurjón heitinn Jónsson hérað.slæknir. Einnig er þess getið, að sumarið 1962 hafi á íslandi verið haldið alþjóðamót náttúrufræðinga, með- al annars til að minnast þess, að hinn 25. apríl það ár voru 200 ár liðin frá fæðingu Sveins Páls- sonar læknis og náttúrufræðings. Auk inngangskaflans birti.st í árbókinni hin fróðlega og skemmti- lega grein prófessors Jóns: „Eir, lægekunstens gudinde", sem áð- ur kom út í Nordisk Medicin, 1962:67:356. Að viðbættum stuttum yfirlits- og inngangsgreinum frá sérhverju Norðurlandanna eru í þessari ár- bók átján ritgerðir Norðurlanda- lækna um hin margvíslegustu efni úr sögu læknisfræðinnar, bæði frá Norðurlöndum sjálfum og utan þeirra. Ó. B. Sloínun gigtsjiikdómafélags Hinn 20. marz 1963 var stofn- að Gigtsjúkdómafélag Islands. Félagsmenn eru 39. Allir ís- lenzkir læknar geta gerzt félag- ar. í stjórn vo.ru kosnir: Sigurð- ur Samúelsson fonnaður, Páll Sigurðsson, yngri, varaformað- ur og Haukur Þórðarson gjald- keri. Alþjóðaþing í gigtsjúkdóma- fræðum verður lialdið í Stokk- hólmi dagana 25.—28. ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar gefur stjórn Gigtsjúkdómafélags ís- lands. Erleml lækiia]>ing Tíunda alþjóðaþing um blóð- meinafræði verður háð í Stokk- lióhni dagana 30. ágúst til 4. september næstk. I framhaldi af nefndu þingi verður á sama stað háð 10. þing alþjóðasamtaka um blóðflutn- ing. Nánari upplýsingar um þing þessi veitir Ólafur Bjarnason yfirlæknir, Rannsóknastofu Há- skólans við Barónsstíg, sími 19510.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.