Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 56

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 56
122 LÆKNABLAÐTf) (jfu&mundur dJhoroddii Alda 1*111 iniiing Guðmiindar Magnússonar prófes§or§. Erindi þetta var flutt á læknaþingi L. í. 27. júlí 1963. Hinn 25. sept. í liaust er lið- in ein öld frá fæðingu Guð- mundar Magnússonar prófess- ors, og hefur stjórn L. I. þótt tilhlýðilegt að minnast þess að nokkru hér á fundinum. Dr. Óskar Þórðarson fór þess á leit við mig, að ég tæki að mér að minnast fyrirrennara míns, og skal það nú gert, þótt frekar sé af vilja en mætti, því að ef vel ætti að vera, þá yrði það ærið verkefni að gera lífi og starfi Guðmundar prófessors veruleg skil. Guðnmndur Magnússon var fæddur í Ilolti á Ásum í Húna- vatnssýslu 25. sept. 18(53. Faðir lians var Magnús Pétursson, hóndi þar og orðinn aldraður maður, þegar sonurinn fæddist. Magnús var fæddur 1789 og því orðinn 74 ára. Hann mun hafa verið gildur bóndi og þá enn vel ern, því að eftir fæðingu sonarins lifir hann enn í meir en 23 ár, deyr 17. febr. 1887. Guðnmndur lét svo um mælt, þegar heilsu lians sjálfs var far- ið að hnigna á sextugsaldri, að það væri ekki von, að harin entist betur, gamals manns harn. Hvað sem um það er, þá er þó víst, að vel hefur verið til hans lagt. Móðir Guðmundar var Ingibjörg Guðnmndsdóttir, Ólafssonar bónda á Vindhæli á Skagaströnd. Hún var þá orð- in 41 árs, fædd 5. sept. 1822. Hún dó 21. marz 1899. Ingibjörg var systir Davíðs prófasts á Hofi, föður Ólafs grasafræðings og þjóðsagnafræðings, og voru þeir Guðnmndur og Ólafur því syslkinasvnir. Guðmundur Magnússon var settur til mennta og varð stú- dent 1883, með I. ágætiseinkunn, og mun það liafa verið sjald- gæft í þá daga. En livað átli nú að gera, hvað átti að taka fvrir? Aður fvrr jafngilti stúdents- menntun því að læra til prests og var þess vegna oft nefnd því nafni, en nú var Prestaskólinn tekinn til starfa fyrir hálfum l'jórða áratug. Guðfræðimennl- un þar tók þó ekki nema tvö ár, og fóru því margir stúdent- ar þá leiðina, enda prestsemb- ætti mörg', og flestir guðfræð- ingar fengu von bráðar brauð og gátu farið að vinna fyrir sér.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.