Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 59

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 125 með sér. Og nú bregður hann vana íslenzkra lækna, hann fer ekki til Danmerkur. Hún verður aðeins viðkomustaður á leiðinni til Berlínar, og þar og í Edin- l)org i Skotlandi dveljast þau lijónin svo um veturinn og koma aftur heim til íslands í júni 1892. Og nú á að fara að vinna ævi- starfið. Ákveðið hafði verið, að hannfengi héraðslæknisembætt- ið í Vopnafirði, en þangað fór hann aldrei, því að um þetta leyti losnaði liéraðslæknisemb- ættið í Skagafirði, og þar var liann skipaður héraðslæknir 11. júlí 1892. Hann sat á Sauðár- króki. Það mun hafa orðið upp- lit á Sauðkræklingum og öðrum Skagfirðingum að fá nú glæsi- legan, hámenntaðan háskóla- kandidat sem héraðslækni, er auk þess har af, hvað snyrti- mennsku snerti. Vinur minn Gunnlaugur Claessen, sem þá var strákur á 11. ári á Krókn- um, sagði mér, að sér liefði oft orðið starsýnt á nýja lækninn og þá sérstaklega á brotið í hux- unum hans. Slikt sást ekki á hverjum degi þar um slóðir. Nú var tekið til við lækning- arnar, og þær voru ekki allar venjulegar lækningar: viðtöl, vitjanir og meðalasala. Farið var að gera uppskurði á Sauð- árkróki, og þeir tókust vel. Þetta var heppinn læknir. Og læknis- frúin stóð við lilið manns síns og aðstoðaði hann við uppskurð- ina. Svo varð það og framvegis, einnig eftir að þau fluttust til Revkjavíkur. Þá fékk Guð- mundur Magnússon auðvitað aðra lækna til aðstoðar, en oft- ast var þó frú Katrín viðstödd, jafnvel fram á seinustu ár, eink- um ef eitthvað vandasamt var á ferðinni. Guðmundur Magnússon komst fljótt í mikið álit í Skaga- firði og ekki eingöngu þar, hróður lians harst um allt land- ið. En Skagfirðingum átli ekki að haldast lengi á þessum lækni, forlögin tóku i taumana. A aðfangadag jóla 1893 dó Tómas Hallgrímsson, kennari við Læknaskólann, aðeins 51 órs gamall. Öllum þótti Guð- mundur Magnússon sjálfkjör- inn, þegar kennaraembætti losn- aði við Læknaskólann, enda var liann skipaður þar kennari 30. maí 1894. Loks var hann þá kominn á sína réttu hillu og þó vonum fyrr, þar sem liann var aðeins á 31. aldursári. Það yrði ekki talinn hár aldur nú, þegar sezt væri í slíkan kenn- arastól, en nú er öldin önnur og aðrar aðstæður. Nú sérhæfa menn sig á þröngum sviðum, en gömlu kennararnir þurftu helzt að vera alhliða og færir í flestan sjó. Tómas Hallgrímsson hafði frá upphafi Læknaskólans kennt lyflæknisfræði, almenna sjúkdómafræði og réttarlæknis- fræði og verið þar að auki að-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.