Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 60

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 60
126 LÆ K N A B L A Ð 1 i) stoðarlæknir við spítalann. Sennilega hefur verið ætlazt til þess, að Guðmundur Magnús- son kenndi sömu fræðigreinar og Tómas hafði gert, en Schier- beck landlæknir og forstöðu- maður Læknaskólans, hafði kennt handlæknisfræði og líf- eðlisfræði. Nú vildi svo til, að næsta ár, 5. júlí 1895, var Schier- heck skipaður stiftslæknir á Norður-Sjálandi í Danmörku og fluttist þangað, svo aðfrá haust- inu 1895 hefur Guðmundur á- reiðanlega kennt handlæknis- fræði, ef ekki fyrr, og auk þess almenna sjúkdómafræði og lif- eðlisfræði. Þær námsgreinar kenndi hann síðan, þangað til Gunnlaugur Claessen tók við lifeðlisfræðinni, sér þvert um geð, en Röntgenstofnunin heyrði þá undir Iláskólann, og þótti sjálfsagt, að forstöðumaður hennar hælti líka á sig kennslu. í ársbyrjun 1917 losnaði Guð- mundur Magnússon svo við al- mennu sjúkdómafræðina, þeg- ar Stefán Jónsson var skipað- ur dósent við læknadeild Há- skólans. Öllum her saman um það, að Guðmundur Magnússon hafi verið afhurðakennari, enda var samband hans og lærisveinanna löngum miklu nánara en geng- ur og gerist við svipaðar stofn- anir annars staðar. Ilann var skýr og ákveðinn i kennslu sinni og hafði lag á því að vekja fróðleiksfýsn nemendanna og' löngun til þess að skilja það, sem þeir sáu og lásu, enda heimtaði hann skýr svör og hafði megnustu óbeit á öllum þokukenndum vaðli og mælgi. Ég var aldrei sjálfur nemandi hans, en í þessu sambandi tek ég hér upp kafla úr grein um Guðmund Magnússon í Lækna- hlaðinu árið 1919, í tilefni af 25 ára kennsluafmæli hans: „Þegar læknanemendurnir komu fvrst i læknaskólann úr latínuskólanum, fanst þeim sem þeir kæmu inn í alveg nýj- an lieim. Þar ríkti sem sé alt annar andi en þeir höfðu átl að venjast. G. M. var þeim ekki að eins sem kennari, heldur al- veg eins sem nærgætinn sam- verkamaður, eða öllu heldur sem umhyggjusamur, góður vinur. Honum var vissulega ekki nóg að gera að eins skyldu sína, heldur revndi hann æfin- lega lil þess, að liafa sí og æ vekjandi áhrif á læi'isveina sina. Það má óhætt telja G. M. með hinum lánghestu kennurum þessa lands, og her margt lil Jæss. Hann hefir l. d. eitthverl kynjalag á því að komasl æfin- lega að því, hvar lærisveinar hans eru veikir á svellinu, og veita þeim þá rækilegustu fræðslu í þeim atriðum, sem þeim er hættast við að leggja minni rækt við en skyldi. Annar kennarahæfileiki G. M. er sá, Iivað liann getur verið mildur við þekkingarskorl læri-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.