Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 68

Læknablaðið - 01.09.1963, Side 68
132 LÆKNABLAÐIÐ UM STJÓR]\TSÝSLU IILILBKIGÐISM ALA * Hugtakið lieilbrigði i víðtæk- ustu merkingu felur í sér tak- mark, sem stefna ber að, bug- sjón, sem varðar öryggi og far- sæld allra manna. betta hug- tak befur verið skýrgreint: „lík- amlegt, andlegt og félagslegt velferli“. En livað er þá velferli? Við þeirri spurningu er næsta erfitt að gefa greið svör. Þeir mæli- kvarðar, sem tiltækir eru á lík- amlegt velferli, geta verið býsna afstæðir. Hvað mundi þá um andlegt og félagslegt velferli, sem er að verulegu levti mats- atriði og að því skapi illa fallið til nákvæmrar skýrgreiningar? Grundvöll að skýrgreiningu á velferli í rýmstu merkingu er að finna í hugtaki, sem hefurviður- kennda undirstöðuþýðingu, ekki aðeins í líffræði, heldur einnig í sálfræði og félagsfræði. Það er hugtakið aðlögun, hæfileiki einstaklingsins til að samlaga sig breytilegum lífsaðstæðum, efnislegum, andlegum og félags- legum. Sé með velferli átt *) Erindi flutt á námskeiði fyrir lækna 4. sept. 1961. (Nokkuð stytt.) við samræmi milli aðlögun- arhæfni og vtri skilyrða hverju sinni, er fengin „normativ“ skýrgreining. Auðsætt er, að tvær leið- ir eru til að nálgast það samræmi. Önnur er sú, að efla í hvívetna aðlögun- arbæfni hvers einstaklings, m. a. með alhliða beilbrigðis- eftirliti og beilsuverndarráðstöf- unum allt frá fósturlífi og fæð- ingu til elliára. Að því lýtur mæðraeftirlit og ungbarna- vernd, skólaeftirlit o. s. frv. Hin leiðin er sú, að hagræða að- stæðum og lífsvenjum sem mest til samræmis við aðlögunar- bæfni. Þá leið er svonefndri „socialmedicin“ einkum ætlað að marka. Þar situr sú skoð- un í fyrirrúmi, að sjúkdómar geti verið visbendingar um ó- fullnægjandi aðlögun, er gefi tilefni til heilsufræðilegra og félagslegra aðgerða engu síð- ur en hinnar sjálfsögðu lækn- isbjálpar. Hvert sjúkdómstilfelli verður þá ekki aðeins vandi, sem þarf að leysa vegna liins sjúka, heldur einnig vegna heildarinnar. Allt kapp er á það

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.