Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 22

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 22
50 LÆKNABLAÐIÐ slíks æxlis. Þctta var árin 1015 og 1916. Þrátt fyrir það líða enn tíu ár, en árið 1926 gerir Vinar- skurðlæknirinn Mandl fyrstu lækningaraðgerðina vegna hy- perparathyreodismus primaria og nemur hurt kirtilæxli í kölk- ungum. Árangurinn varð auð- sæ lækning hins sjúka. Bandaríkjamenn voru, með- an þessu fór fram, allumsvifa- miklir við rannsóknir á kalk- efnaskiptum og höfðu um svip- að leyti náð svo langt að greina sitt fyrsta tilfelli af liyperpara- thyreoidismus primaria. Gerði það Du Bois á New York Hospi- tal í New York árið 1926. Var þessi árangur mikið að þakka framlagi Collips, sem hafði árið áður sýnt fram á, að saltsýruextract nautakalkkirtla hafði þann eiginleika að auka kalkþéttni hlóðs í hundum, sem kölkungar liafa verið teknir úr. Ekki er hægt að skilja svo við sögu þessa, að þeirra Fuller Albrights og Howard Rasmus- sens sé ekki minnzt. Segja má, að hinn fyrrnefndi hafi grund- vallað nútímaskilning áhrifa parathormóns (PTH) á efna- skipti kalks (Ca) og fosfórs (P). Þessi maður er nú því mið- ur kominn i kör fyrir aldur fram vegna Parkinsonismus. Rasmussen, sem nú her höfuð og herðar yfir alla ])á, sem rannsaka kölkunga vestan hafs, tókst árið 1959 að vinna hreint kölkungahormón (PTH) og ákvarða, að um ógreinda röð aminósýruróta, 39 að tölu, var að ræða með mólekúlþunga 8500. Rannsóknir með hormón þetta hafa leyst marga gátuna, sem til var komin vegna auka- verkana hins óhreina hormóns Collips, einkum og sér í lagi það, að um eitt hormón er að ræða, sem hæði verkar á nýru og bein, en ekki að hormónið eða hormónin verkuðu fj'rst á nýrun og þau áhrif hefðu svo í för með sér hinar sérstæðu beinbreytingar. Skýrgreining og orsök. Hyperparatliyreoidismus pri- maria er króniskur sjúkdóm- ur, sem gelur leitt til dauða, ef ekki er að gert, og er honurn lýst sem „hreytingum á beinum, nýrnasteinum og magakvein- um“, en það er lausleg þýðing orða St. Goar. sem sagði hann vera „disease of bones, stones and abdominal groans“. Hið lífefnafræðilega óeðli sjúkdómsins kemur fram í hækkuðu kalki i blóði, auknu kalki í þvagi og lækkuðu fos- fati í blóði, oft samfara hækk- un alkalisks fosfatasa. Orsökin er ofstarfsemi kalk- kirtlanna, annaðhvort vegna eins eða fleiri kirtilæxla (ade- noma) eða ofvaxtar þeirra allra, en það er sjaldgæfara. Æxli i gl. parathyreoidea eða ofvöxtur kirtlanna er aulo-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.