Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 23

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 51 nomisk, að því er ætlað er, því að ekkert trópiskt hormón hef- ur fundizt, og starfsemi æxlis eða ofstækkunar þeirra er í engu hindrað af hinum venju- lega máta, sem kirtilstarfsem- inni stjórna við eðlilegar að- stæður, þar sem kalkþéttni blóðs og utanfrumuvökva liefur áhrif til aukningar eða minnkunar hormónútskilnaðarins, þ.e. vaxi kallcþéttnin i líkamsvökvunum, minnkar hormónútskilnaðurinn og Öfugt. Sjúkdómur þessi er sjaldgæf- ur, en fjöldi greindra tilfella fer ört vaxandi með aukinni vitn- eskju lækna um hann, eins og ])ezt kemur fram í því, að árin 1930—1945 voru greind 15 til- felli við Mayo-stofnunina í Bandaríkjunum, en 370 tilfelli frá 1945—1960. Kyntiðni sjúkdómsins er kon- um i vil í hlutfallinu 3:1—3:2 eftir því, hvaða höfundur segir frá. Langalgengastur er sjúk- dómurinn á miðjum aldri, en getur lcomið fram á öllum aldri. Hann er þó sárasjaldgæfur fyr- ir kynþroska. tíll einkenni liyperparatliv- roidismus eiga að stafa beint og óbeint af ofútskilnaði kölkunga- hormóns (PTH). Það er því rétt, áður en lengra er haldið, að útskýra áhrif hormónsins nánar. Rannsóknir sýna, að frumverkanir kölkungahor- móns eru eftirfarandi: I. Kölkungahormón hvetur hinar osteogen frumur bein- vefsins, sem að eðli eru til þess fallnar að hreytast í osteoblasta, þ. e. heinmyndunarfrumur og breytir þeim þess í stað í osleo- clasta, sem valda beineyðingu (osteolysis) og leysa þannig úr læðingi kalk og fosfór með þar af leiðandi aukinni þéttni þess- ara ióna í blóði og utanfrumu- vökva. Upplausn (resorptio) heinvefs, hin osteohlastisku á- hrif kölkungahormóns, minnk- arhurðarþol heinsins, en minnk- að burðarþol er öflugasti livat- inn til aukinnar kalk- og fosfór- upptöku beinvefs (accretio). Á meðan ofstarfsemi kalkkirtl- anna er lítil, er þessi mótleik- ur náttúrunnar nægur til að koma í veg fyrir veiklun beins- ins. Þegar fram liða stundir, hreklcur þetta ekki lengur til og heineyðingin nær yfirhöndinni, sem verður klíniskt sýnileg sem osteoporosis, og jafnframt hækkar kalkþéttni blóðsins. II. Hormónið eykur útskiln- að fosfórs i tuhuli distales nýrn- anna með þar af leiðandi auk- inni þvagþéttni, en minnkaðri þéttni í hlóði. Aukning fosfór- útskilnaðarins hefur fram til þessa verið deiluefni þeirra, sem rannsaka kölkunga, og var sú skoðun löngum ríkjandi, að minnkuð reabsorptio í tuhuli proximales ylli mestu í sam- handi við hækkun fosfals í þvagi. Þetta hefur orðið til þess að gera vinsælt s. k. TRP%-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.