Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 45

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 69 styrkja aðstöðu BHM og flýta fyrir, að það fengi rétt lil samn- inga, ef háskólamenn fylktu sér um það samband eingöngu. Að lokum bar formaður fram svohljóðandi tillögu: „Undirritaðir gera það að til- lögu sinni, að Læknafélag Is- lands segi sig úr Bandalagi starfsmanna rikis og bæja.“ Undir tillöguna rituðu for- maður og ritari L.I. og for- maður L.B. (Öskar Þórðarson, Ólafur Bjarnason og Gunnlaug- ur Snædal). Næstur tók til máls formað- ur B.S.B.B., Kristján Thorlaci- us. Hann skýrði frá því, að þeir fulltrúar B.S.B.B. sætu fund- inn, er Jjetta mál væri rætt, í samræmi við lög Bandalagsins, sem legði stjórninni þá skyldu á herðar að sækja fundi í félög- unum, el’ úrsögn væri á dag- skrá. Hins vegar taldi hann komu þeirra ekki aðeins forms- atriði, því að L.I. væri eitt af stofnfélögum B.S.B.B., og það væri því ekki sársaukalaust að sjá á bak því. L.I. yrði að sjálf- sögðu að meta það sjálf t, í hvaða heildarsamtökum það væri, en benti á, að óheppilegt væri að gera svo mikilvægar samþykkt- ir nema að vel athuguðu máli. Ivristján minnti á það, að lög- um samkvæmt er B.S.B.B. skylt að semja fyrir alla opinbera starfsmenn, hvort sem þeir væru innan samtakanna eða ekki. Orsögn L.l. þýddi því minni félagslegan rétt en nú væri. Hann kvaðst skilja vel sjónarmið BHM, en taldi ekki, að félög, sem væru í báðum samtökunum, ættu að segja sig úr B.S.B.B. fyrr en BHM hefði fengið sanmingsrétt. Ivristján kvað þær raddir hafa heyrzt, að stjórn B.S.R.B. hefði spyrnt á móti þvi, að BHM fengi samningsrétt, en þetta væri alrangt. Málið hefði aldrei verið rætt í stjórn B.S.R.B. Hann kvað þá háskólamenn, sem sitja í kjararáði nú, vera raunveru- lega fulltrúa BHM. Ivristján taldi, að sá skilning- ur væri ríkjandi innan stjórnar sanRakanna, að hér yrði ekki vel menntuð læknastétt, nema hún væri vel launuð. Læknadeilan hafi vcrið vandamál á sínum tíma, en B.S.R.B. hafi reynt að bregðast vel við þeim vanda og formannafundur Bandalagsins hafði samþykkt, að launagreiðsl- ur til félagsmanna L.I. aftur i tímann yrði ekki fordæmi. Ivristján bað menn gera sér ljóst, að það væri ekki hættu- laust, ef L.l. færi úr B.S.R.B., samhúð stéttanna gæti versnað. Nú kæmi fljótlega að samning- um á ný, og þá væri ekki séð, hvernig færi, ef L.í. setti sig utan dvra. Gunnlaugur Snædal tók næst- ur til máls. Hann þakkaði stjórn B.S.R.B. störf þeirra að kjaramálum. Hins vegar taldi hann, að hópur B.S.R.B. væri

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.