Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 55

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 75 ritari Evrópudeildar World Me- dical Association gaf skýrslu um málið. Fram kom, að belgískir læknar höfðu ekki staðið í sam- liandi við alþjóðasamtökin eða læknafélög í nágrannalöndum. Atöldu margir þessa afstöðu belgísku læknanna, og var al- mennt álitið, að hún hefði veikt aðstöðu þeirra í baráttunni við heilbrigðisyfirvöldin. Læknafélög í World Medical Association eru nú 60 talsins. Á sama tíma var i Helsinki fundur ritstjóra læknablaða og timarita. Á þeim fundi var flutt erindi um samvinnu Norður- landa varðandi útgáfu lækna- rita. Taldi Ólafur æskilegt, að sendar yrðu fréttir af fundum íslenzkra lækna til Nordisk Me- dicin. Ólafur flutti kveðju frá finnska læknafélaginu og að gjöf Læknatal Finna. Að lokum skýrði Ólafur frá því, að Jón Straumfjörð hefði fært eintök af ritum ameríska læknafélagsins með boði um ókevpis eintak af einu ritanna til L.l. framvegis. Formaður kvaddi sér hljóðs og ræddi um Nordisk Medicin, aðild íslenzkra lækna að því riti og hve lítið hefði verið lagt til málanna þar af hálfu íslands. Einnig benti formaður á, að L.f. ætti ekkert félagsmerki. Fór hann þess á leit, að stjórn- inni yrði falið að afla tillagna um félagsmerki til að leggja fyrir næsta aðalfund. Hann minnti á námskeið héraðslækna i september n.k. Gunnlaugur Snædal skýrði frá því, að L.R. befði ncfnd starfandi, sem leita ætti eftir tillögum um félagsmerki l'yrir L.R., og taldi hann eðlilegt, að L.I. og L.R. hefðu samstöðu í þessum málum. Varðandi félagsmerkismálið var borin fram eftirfarandi til- laga: „Aðalfundur L.í. samþykkir að fela stjórninni að leita til- lagna um félagsmerki og verja til þess því fé, sem nauðsyn krefur.“ Tillagan var samþykkt sam- bljóða. Meðritstjóri Læknablaðsins til eins árs var lcosinn Magnús Ólafsson. Fundarstjóri þakkaði mönn- um komuna og það, er þeir liöfðu lagt gott til málanna. Hann taldi, að góður andi hel'ði rikt á fundinum. Hann taldi milda nauðsyn til þess bera, að samstaða ríkti innan stétta og ekki síður innan læknastéttar- innar en annarra stétta. Bar fundarstjóri að lolcum fram þá ósk, að læknum tækist að lialda uppi heiðri stéttarinnar fram- vegis eins og hingað til. Fundargerð var lesin og sam- þykkt. Fundi var slitið kl. 19.00.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.