Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 63

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 63
LÆ KNABLAÐIÐ 81 er augljós nauðsyn tveggja lækna, ef halda á uppi fullnægjandi læknis- þjónustu. Sums staðar gæti komið til greina að hafa aðstoðarlækni þann hluta ársins, sem annríkið er mest. Þessir aðstoðarlæknar nytu að sjálfsögðu fastra launa úr ríkis- sjóði. 6. Meðan skortur er á héraðs- læknum, verður það að teljast furðuleg ráðstöfun sveitarfélaga að skattleggja þá með hæstu aðstöðu- gjöldum. Hæstu skattlagningu er yfirleitt beitt á ýmsa óþarfa hluti (lúxus), og verður helzt skilið, að læknaþjónusta í dreifbýlinu falli undir slíkt. Álögð aðstöðugjöld leggjast á alla útgjaldaliði, þar með talin laun staðgengla (þann hluta, sem hér- aðslæknirinn greiðir sjálfur), bif- reiðakostnað o. s. frv., og virðist með þessu stefnt að því, að hér- aðslæknar leggi í sem minnstan kostnað við starf sitt, en það hlyti aftur að koma niður á þjónustu, sem veitt er. Með þessu fyrirkomu- lagi orkar það tvímælis, hvort svari kostnaði fyrir lækna að leggja sér til bifreiðar, sbr. 3. lið. Sama máli gegnir um kaup á dýrum lækninga- tækjum o. s. frv. 7. Það virðist ofur eðlileg krafa af hendi héraðslækna, að ríkissjóð- ur greiði allan embættiskostnað þeirra, þ.e.a.s. beinan kostnað, svo sem prentun og pappír, afnotagjald af síma og annan þann kostnað, sem eðlilegur rekstur embættanna krefst. 11. Halldór Guðnason og Lárus Jónsson skiluðu áliti um símaviðtalstíma. Var eftirfar- andi tillaga þeirra samþvkkt: „Aðalfundur L.N.V. sam- þykkir einróma tilmæli til hér- aðslækna að taka upp sérstak- an símaviðtalstíma,hálfa til eina klst. fyrir liádegi hvern virkan dag, fyrir viðtöl og vitjana- beiðnir. — Jafnframt sé lækn- um óskvlt að sinna símaviðtöl- um á öðrum tímum, eða á venjulegum viðtalstíma, nenia um aðkallandi tilfclli sé að ræða.“ 12. Eflirfarandi tillaga var einnig samþykkt vegna Jiess, liversu illa gengur að innheimta orlof héraðslækna: „Aðalfundur L.N.V., lialdinn á Blönduósi 21/G 1964, beinir þeim tilmælum til Læknafélags Islands, að lögfræðingi félags- ins verði falið að kanna, hvort læknum úti um land heri ekki orlof á þær greiðslur, sem þeir taka frá sjúkrasamlögum.“ 13. Stjórnarkjör. Stjórnin var öll endurkjörin. 14. Fleira var ekki fyrir tek- ið. Fundarstjóri þakkaði mönn- um góða fundarsókn. Sérstak- lega þakkaði hann Sigurði Sam- úelssyni próf. fyrir komuna og hið góða erindi hans. Sagði hann siðan fundi slitið. A eftir var setzt að kaffiborði hjá læknishjónunum á Blöndu- ósi. Var setið þar og spjallað um stund, en síðan hélt liver heim til sín. Fulltrúi á aðalfund L.í. var kosinn Sigursteinn Guðmunds- son. Sigursteinn Guðmundsson (sign.). Ólafur Sveinsson (sign.).“

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.