Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 64

Læknablaðið - 01.04.1965, Page 64
82 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 49. árg. Apríl 1965 Aðalritsíjóri: Ólafur Bjarnason. Meðritstjórar: Magnús Ólafsson og Þorkell Jóhannesson (L. ÍJ, Ólafur Gcirsson og Ásmundur Brekkan (L. R.) SKIPULAG LÆKNIS- ÞJÓNUSTUNNAR. Þrátt fyrir stórstígar fram- farir i læknisfræði og þar með breytt viðhorf, hafa allt of litlar breytingar orðið á starfsbáttum lækna hérlendis. Flestir prakt- íserandi læknar hokra enn þá einir á stofum sínum við frum- stæðustu skilyrði, og vinnuað- staðan á sjúkrahúsunum er víð- ast hvar litlu betri enn sem komið er. Einangrun lækna, bæði utan sjúkrahúsa og innan, og ekki sízt ófullnægjandi sam- starf sjúkrahúsa og sjúkrahús- deilda, stendur í vegi fyrir bættri læknisþjónustu og rýrir þá möguleika til viðhaldsmennt- unar, sem náið samstarf veitir. Islenzkum læknum lier lögum samkvæmt að halda þekkingu sinni sem bezt við. Það gerum við með lestri bóka og tímarita, með því að sækja fyrirlestra og námskeið og sækja heim sjúkrahús og heilbrigðisstofn- anir erlendis og að einhverju leyti hér heima. Þróunin í þess- um efinim er elcki hagstæð. Læknabókasafn er ekki til. Fræðslufundir L. R. og nám- skeið L. I. hafa í seinni tíð verið sorglega illa sótt. liinn nýstofn- aði námssjóður lækna er lofs- verð tilraun til úrbóta, en nær skammt, ef annað þrýtur. Það er reynsla annarra þjóða, að viðhaldsmenntun almennra lækna sé bezt borgið með sem nánustu samstarfi innbyrðis og með því, að þeir starfi að ein- hverju leyti inni á sjúkrahús- um. Yíða erlendis hafa læknafé- lögin gengið fram fyrir skjöldu til að l'inna leiðir til úrbóta. Brezka læknafélagið hefur í samvinnu við brezku heilbrigð- isstjórnina nýlega skilað áliti um starfssvið heimilislækna (Annis Gillie’s Report: „The Field of Work of the Family Doctor“) og læknisþjónustu sjúkrahúsa (Platt Committee: „Medical Staffing Structure in the Hospital Service"). Þar er lögð áherzla á að rjúfa einangr- un lækna með samvinnu (group- practice) og „part-time“ vinnu á sjúkrahúsum. Sænska lækna- félagið skipuleggur og reisir læknahús um alla Svíþjóð og hyggst með því stórbæta læknis- þjónustuna í landinu. Reykvískir læknar, aðallega sérfræðingar, hafa tekið hönd-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.