Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 65

Læknablaðið - 01.04.1965, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 83 um saman og reisa lækninga- stöð við Domus Medica, sem verður vonandi vísir að hóp- vinnu lækna. Þar eð nú fyrst örlar á stétt „hreinna“ heimilis- lækna hér í borg, ættu þeir fljótt að bætast í hópinn. Síðan kemur til mála að koma upp fleiri slíkum stöðvum íborginni, og verður L. R. að hafa for- göngu í þeim efnum. Góð sam- vinna lækna og heilbrigðisyfir- valda er skilyrði fyrir heilla- vænlegri þróun þessara móla. Dti um land eru víða skil- yrði fyrir hópvinnu lækna og reyndar knýjandi nauðsyn að koma henni á. L. I. ber að hafa forgöngu á þeim vettvangi. Skipulag læknisþjónustu ó sjúkrahúsum okkar er að úr- eltri danskri fyrirmynd. Sjúkra- húslögin kveða svo á, að sér- stakur sjúkrahúslæknir eða yf- irlæknir skuli vera við hvert sjúkrahús eða deild. Samkvæmt lögum á hann að annast öll læknisstörf eða hafa yfirumsjón með þeim og hafa lækniseftirlit með rekstri sjúkrahússins og vera til andsvara heilbrigðisyf- irvöldum. Er þvi augljóst, að yfirlæknir á stóru sjúkrahúsi eða deild verður fyrst og fremst að vera stjórnandi (administrator) og læknisstörfin hvíla að verulegu leyti á herðum annarra. Þróun læknisfræðinnar, með kröfu um æ meiri sérhæfingu og um leið samvinnu sérfræðinga (team- work), hefur algjörlega kippt fótum undan hinum gamla, al- máttuga, germanska yfirlækni. Sjúkrahúsin þurfa á fleiri sér- fræðingum að halda, sem vilja og geta unnið saman. Þeir eru til, en þekking þeirra og starfs- kraftar eru ekki nýttir sem skyldi vegna úrelts skipulags, sem þarfnast endurskoðunar. Aðstoðarlækna- og náms- kandídatakerfið þarf einnig að endurskoða. „Túrnuskandídat- inn“ var á sínum tíma fenginn að láni hjá Dönum, sem eru loksins að losa sig við þetta fyrirkomulag, þar eð fæstir læknar láta sér nægja svo lítið og lélegt framhaldsnóm. Reynsla annarra þjóða hefur leitt í ljós, að allt framhaldsnám er gagns- lítið, ef það er bútað niður í minna en liálft ár á hverri deild. Okkur ber því að afnema náms- kandídatakerfið. 1 staðinn eiga að koma hálfs til eins árs að- stoðarlæknisstöður á hinum ýmsu deildum með möguleikum á framlengingu. Læknafélögin þurfa svo að gera innanfélagssamþykktir, þar sem kveðið sé á um, að eng- inn læknir megi hefja sjálfstætt læknisstarf fyrr en að loknu einhverju lágmarks-framhalds- námi, t. d. þremur árum á til- teknum spítaladeildum. Sænska læknafélagið hefur þegar gert slíka samþykkt. Auðvelt ætti að vera að kom- ast að samkomulagi við sjúkra-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.