Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 56
78
LÆKNABLAÐIÐ
ÞORSTEINN ÁRNASON
In memoriam
Þorsteinn Árnason læknir
lézt að Sjávarborg i Skagafirði
24. marz 1965. Hann fæddist
í Blaine, Washingtonríki í
Bandaríkjunum, 20. september
1923, en fluttist barnungur til
Islands með foreldrum sínum
og ólst upp á heimili þeirra að
Sjávarborg í Skagafirði. For-
eldrar hans voru hjónin Heið-
hjört Björnsdóttir frá Veðra-
móti og Árni Daníelsson, kaup-
maður á Sauðárkróki, sem er
nýlátinn.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1942 og emhættisprófi í
læknisfræði frá lláskóla Islands
1949. Hann starfaði kandídats-
árið á sjúkrahúsi í Cincinnati
í Bandaríkjunum, en sneri síð-
an aftur til Islands og gegndi
héraðslæknisstörfum á Selfossi
og Kirkjuhæjarklaustri, þar til
honuni var veitt Neshérað árið
1952. Gegndi hann því embætti
til ársins 1964, en varð þá að
láta af því starfi, m. a. vegna
afleiðinga alvarlegs bílslyss,
sem hann varð fyrir sumarið
1963. Eftir langvarandi veik-
indi í sambandi við slysið, sett-
ist hann að á Sjávarborg, en
stundaði jafnframt lækningar
á Sauðárkróki.
Þorsteinn var gæddur leiftr-
andi gáfum og ósérplæginni
atorkusemi í námi og starfi.
Námshæfileikar hans voru með
þeim afburðum, sem einungis
fáum útvöldum eru gefnir, og
skipaði hann því ávallt efstu
sætin í skóla og lauk öllum próf-
um með glæsilegum einkunn-
um. Nám var honum skemmti-
legur leikur, sem hann þreytti
af kappi og metnaði gagnvart
sjálfum sér og alúð við starfið
án nokkurrar framgirni eða
kappgirni gagnvart öðrum.