Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ
75
móti við yfirstjórn spítalans.
Eftir það er hann tekinn til eins
árs. Sérstakar nefndir, eins og
t. d. „Medical Records Commit-
tee“, „Tissue Committee“, fara
yfir allt, sem við kemur vinnu
læknisins á spítalanum. Þarna
er um að ræða trúnaðarnefnd-
ir, sem skipaðar eru læknum,
sem heyra til „active staff“ og
eru kosnar til ákveðins tíma af
kollegum sinum. Nefndirnar
eru ábyrgar gagnvart læknum
spítalans.
Þetta er í stuttu máli amer-
iska kerfið.
Ég mun nú reyna að svara
nokkrum athugasemdum, sem
ég þykist vita, að bornar verði
fram hér á eftir. í Ameríku eru
ekki allir spítalar opnir öll-
um læknum. St. Mary’s i Ro-
cliester er t. d. opinn læknum
á Mayo Clinic og ekki öðrum
og svipað er um aðra einkaspít-
ala vestra.
Þetta stafar af því, að spítal-
arnir eru mismunandi. Eins og
minnzt var á, eru eingöngu sér-
fræðingar á súmum spítölum,
á öðrum ahnennir læknar eða
hvort tveggja. Enda þótt hver
spítali verði að fullnægja lág-
markskröfum, eru margir spít-
alar, sem setja sjálfum sér
miklu hærra markmið. Þá kem-
ur einnig til, að einstaklingur
eða félag, sem rekur spítala,
getur ráðið einhverju um það
sjálft, livaða læknar vinna á
spítalanum, og er frjálst að gera
samning við lækni eða lækna-
hópa um læknishjálp á þeim
stað, svo fremi auðvitað, að skil-
yrðum um lágmarkskröfur sé
fylgt. Þetta breytir á engan liátt
„consultants“-kerfinu, sam-
bandi sjúldings og læknis utan
spítala og innan, ævilöngu stöð-
unum o. s. frv. Hvað þá um
aðra lækna í sama bæ? Þeir
hafa annan spitala, Community
Hospital eða City Hospital, þar
sem þeir leggja inn. Það, sem
um er að ræða, er, að sérfræð-
ingar (og oftast heimilislækn-
ar) hafa óhjákvæmilega aðgang
að spítala, en ekki endilega,
hvaða spítala sem er.
Hefur þetta fyrirkomulag
ekki í för með sér ringulreið?
Um það er oft spurt, enda al-
geng mótbára. Frá sjónarmiði
einhverra verður ringulreið
t. d. vfirlæknis í píramídakerf-
inu, ef aðrir læknar spitalans
vilja fara sínar eigin leiðir.
Frá sjónarmiði yfirlæknis,
sem trúir á blóðþynningu, er
ringulreið, ef á spítalanum eru
sumir læknar, sem nota hlóð-
þynningu, en aðrir ekki. Ég hef
ekki kvnnzt neinni ringulreið
í sjúkrahúsum vestra. Ég held
ekki, að kollegar minir, sem
starfað hafa vestra, hafi kynnzt
þessari ringulreið. Ég hef séð
Iiana alls staðar hér, þar sem
ég hef unnið og þar sem allir
eru að reyna að lækna allt, en
enginn her áhyrgð á neinu.