Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
89
sjálft. 1 þessu skyni voru stofn-
aðar tvær nefndir til athugunar
á þessum atriðum. í fyrri nefnd-
inni átti sæti sem fulltrúi L.R.
Tómas Árni Jónasson, gjaldkeri
félagsins, en í hinni siðari Berg-
sveinn Ólafsson. Báðar nefnd-
irnar hafa lokið störfum og skil-
að greinargerð um málið, og
einmitt þessa dagana eru að
hefjast viðræður milli aðila um
lausn þessa máls, en samkomu-
lagið við horgarstjórn Reykja-
víkur gilti einungis til 1. apríl,
og skvldi það úr gildi falla án
uppsagnar.
Sjúkrahúsmálanefnd.
Nefndina skipuðu Sigmundur
Magnússon formaður, Þórarinn
Guðnason og Haukur Jónasson.
Starf nefndarinnar á árinu
var einkum fólgið í áframliald-
andi gagnasöfnun varðandi
hjúkrunarmálin. Ritaði formað-
ur nefndarinnar grein í Hjúkr-
unarhlaðið, og með þeirri grein
var endurbirt hréfið og spurn-
ingalistinn, sem áður hafði ver-
ið sendur til takmarkaðs fjölda
hjúkrunarkvenna í þeirri von,
að upplýsingar hærust. Því mið-
ur reyndust þessar undirtektir
heldur dræmar.
Dagskrárnefnd
Nefndina skipuðu Sigmundur
Magnússon formaður, Guðjón
Lárusson og Richard Thors.
Nefnd þessi hefur átt allan
veg og vanda að undirbúningi
funda í félaginu. Öll erindi á
almennum fundum félagsins
hafa verið flutt fyrir tilstuðlan
nefndarinnar, og hefur skipulag
allt verið með ágætum.
Eins og undanfarin ár hafa
verið haldnir reglulegir fundir
annan miðvikudag í hverjum
mánuði frá október lil maí.
Hafa fundirnir fyrir áramót og
aðalfundurinn í marz verið
haldnir í Háskólanum, janúar-
fundurinn á Borgarspítalanum,
febrúarfundurinn á Landspítal-
anum og apríl-fundurinn á
Kleppi og nú á siðasta ári hætt-
ist Landakot í hópinn. Var maí-
fundurinn haldinn þar í fyrsta
sinn í sögu Læknafélags Reykja-
víkur.
Vil ég hér fvrir liönd félags-
ins þakka forráðamönnum allra
þessara fjögurra sjúkrahúsa
fyrir prýðilegar móttökur og
veitingar.Þessir fundir á sjúkra-
húsunum eru sérlega vinsælir,
enda langhezt sóttu fundir i fé-
laginu.
Læknisþjónustunefnd
Reykjavíkurborgar.
Eins og getið er í síðustu árs-
skýrslu, harst hréf árið áður frá
borgarstjóra, þar sem félaginu
var tjáð, að ákveðið væri að
setja á laggirnar nefnd til að
endurskoða læknisþjónustuna i
Reykjavík utan sjúkrahúsa og
samband hennar við sjúkrahús-
in og gera tillögur til úrbóta
og hreytinga. Fulltrúi L.R. í