Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 72
92
LÆKNABLAÐIÐ
eftirleiðis, að það verði gert.
Þetta hefur þá augljósu kosli
í för með sér, að læknar, eink-
um þeir, sem erlendis dvelja,
geta treyst því, að allar stöður
hér heima verði auglýstar þar.
Er það einnig styrkur Lækna-
blaðinu, að menn haldi þá frek-
ar trvggð við það og gæti þess
að láta ekki niður falla áskrift
þess, jafnvel þó að þeir dvelji
um árahil erlendis.
1 sambandi við stækkun
Læknablaðsins fór ritstjórn
'þess á leit við stjórnir félag-
anna, að þær tilnefndu einn
mann til viðbótar í ritstjórnina,
þannig að meðritstjórar yrðu
alls fjórir. Var Ásmundur
Brekkan tilnefndur lil liráða-
liirgða sem annar fulltrúi L.R.
Lagabreyting sú, sem liggur
fyrir þessum aðalfundi, lýtur
að því, að þessi aukning á með-
ritstjórum verði staðfesl í lög-
um félagsins.
Hefur verið sjálfsagt talið að
vanda undirbúning sem allra
hezt og láta þá minna máli
skipta, þótt enn dragist eitt ár
undirbúningurinn að ritverki
þessu.
Nýtt félag stofnað.
Á síðastliðnu ári — eða nán-
ar tiltekið 18. desember -— var
stofnað Félag áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar. Aðal-
hvatamaður að stofnun þessa
félags var Jón Stefl'ensen pró-
fessor, en stjórn Læknafélags
Reykjavíkur átti nokkurn þátt
í undirbúningi að stofnun þessa
félags. Stofnun félagsins liéfur
þegar verið lýst í Læknablað-
inu, 1. hefti þessa árs, og þar
getið tilgangs félagsins.
í fyrstu stjórn félagsins voru
kosnir: Formaður Jón Steffen-
sen prófessor, ritari Ólafur
Bjarnason dr. mcd. og féhirðir
Birgir Einarson lyfsali.
Saga
Læknafélags Reykjavíkur.
Eins og getið var i síðustu
ársskýrslu, vann Páll V. G.
Kolka læknir áfram að gagna-
söfnun um sögu L.R. í tilefni
50 ára afmælis félagsins. Gagna-
söfnun hefur revnzt fyrirhafn-
armeiri en ætlað var í fyrstu,
m. a. vegna þess, að ekki hafa
allar fundargerðabækur félags-
ins enn fundizt; en á síðastliðnu
ári bættust enn við ýmsar merk-
ar upplýsingar frá fvrri tímum.
Námssjóður.
Eins og siðasla ársskýrsla gat
um, var lokið undirbúningi að
stofnun Námssjóðs lækna, og
voru samþvkktir fvrir Náms-
sjóðinn birtar i 4. hefti Lækna-
blaðsins á síðastliðnu ári. Er
Læknafélag Islands liafði skip-
að sinn fulltrúa í sjóðstjórn, var
stjórnin fullskipuð, cn fulltrúi
Læknafélags Reykjavíkur er
Bergsveinn Ólafsson. Voru á
árinu veittir fvrstu stvrkir til
j