Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
79
Eftir dvölina í Bandaríkjunum
stóðu honum til l)oða glæsilegar
námsstöður vestur þar, og
mun hugur hans þá hafa stefnt
til framhaldsnáms í lyflæknis-
fræði. Hefði hann eflaust átt
mikinn frama fyrir höndum,
ef hann liefði lagt út á þá braut,
svo vel úr garði gerður að gáf-
um og atorku. En eigi má sköp-
um renna, og Þorsteinn kaus
sér héraðslæknisembættið að
ævistarfi, þótt hann hafi senni-
lcga átt bágt með að sætta sig
við kvaðir ])ess og viðjar, ])eg-
ar tíinar liðu fram, og jafnvel
dreymt um annað hlutskipti í
lífinu.
Þorsteinn var gæddur eðlis-
þáttum, sem gerðu hann ó-
gleymanlegan öllum þeim, sem
kynntust honum náið, og þó
sérstaklega okkur vinum hans.
Hann hafði til að bera sérkenni-
legan þýðleika í framkomu og
fasi ásamt einlægu og fölskva-
lausu glaðlyndi, sem gerði hann
að Ijúflingi í hópi kunningja.
I kringum liann var jafnan
kátína og glaðværð, enda bjó
hann yfir fíngerðri og græsku-
lausri kímnigáfu og hafði ávallt
efni á því að skopast mest að
sjálfum sér eins og allir sannir
húmoristar. Hann var vel hag-
mæltur og gat beitt fyrir sig
stöku við ólikustu tækifæri;
hann var og ágætur söngmaður
og glettinn gamanleikari, þeg-
ar sá gállinn var á lion-
uni. Hann var einlægur og
hrekklaus í viðskiptum sín-
um við aðra menn, vinfastur
og trygglyndur, en mikill til-
finningamaður undir niðri, og
einn þeirra manna, sem ekkert
mátti aumt sjá án þess að vcra
þar albúinn til hjálpar. Hann
var því ávallt einkar vinsæll og
dáður í starfi sínu sem læknir.
Þorsteinn var kvæntur önnu
Jóhannsdóttur frá Neskaupstað,
og áttu þau fjögur börn, sem
öll eru á unga aldri. Með Þor-
steini Árnasyni er fallinn í val-
inn fyrir aldur fram góður
drengur og einn bezti efniviður
íslenzkrar læknastéttar.
Jakob Jónasson.