Læknablaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 62
84
LÆKNABLAÐIÐ
Samninganefnd sérfræSinga
(utan sjúkrahúsa).
Hana skipa M'agnús Ólafsson
formaður, Ólafur Jensson og
Kjartan Magnússon.
Nefndin undirbjó samninga
milli L.R. og S.R. um sérfræði-
læknisþjónustu og sat nokkra
samningafundi með fulltrúum
S.R. Undirritaður var samning-
ur milli aðilanna, er gilda skyldi
frá 1. apríl 1964 til 1. apríl 1965.
Helzta breyting frá fyrra
samningi var sú, að greiðslur
S.R. til sérfræðinga skyldu nú
fara eftir gjaldskrá L.R. frá
1963. Hækkun á greiðslum S.R.
til sérfræðinga nam 11,5%, or-
lofsfé bækkaði í 6% og tillag
í Námssjóð lækna í 4 % ■
Greiða skvldi sérfræðingum eft-
ir gjaldskránni 1963 með 2%
álagi. Þó kom frá þessu 10,5%
afsláttur gagnvart þeim sérfræð-
ingum, sem liafa yfir 100 núm-
er sem heimilislæknar, en
5.25% afsláttur gagnvart þeim
sérfræðingum, er taka að sér
stundun sjúklinga. Var þetta
sami afsláttur og verið bafði,
þó þannig, að áður var miðað
við 150 númer. Gjald fvrir rað-
aðan tíma bjá sérfræðingum
bækkaði í 20 og 25 krónur.
Samkomulag náðist um, að
S.R. greiddi orkulæknum fyrir
meðferð i 15 skipti.þar sem áður
var miðað við 10 skipti. Þá fengu
orkulæknar 12,7% bækkun á
greiðslu fvrir meðferð eða
nokkru meiri en aðrir sérfræð-
ingar fyrir sína vinnu.
Sett var inn í samninginn á-
kvæði um, að hækkun á greiðsl-
um, er verða kynnu vegna kaup-
breytinga í landinu og liækk-
unar á reksturskostnaði lækna,
skyldi verka aftur í timann eft-
ir nánar tilteknum reglum.
S.R. áskildi sér rétt lil end-
urskoðunar á samningnum fyr-
ir árslok 1964, begar í ljós væri
komið, hvort umreikningur
binnar nýju gjaldskrár hefði
reynzt réttur. Til slíkrar endur-
skoðunar lcom ekki.
Samsvarandi samningar voru
gerðir við Tryggingastofnun
ríkisins, Sjúkrasamlag Kópa-
vogs og Sjúkrasamlag Seltjarn-
arneshrepps.
Gjaldskrárnefnd.
í benni áttu sæti Magnús
Ólafsson formaður, Þórarinn
Guðnason og Guðmundur
Björnsson.
Hafinn var undirbúningur að
nýrri gjaldskrá L.R. Var öllum
sérfræðifélögum innan L.R.
skrifað og þeim gefinn kostur
á að gera tillögur um breyting-
ar og' leiðréttingar á g'jald-
skránni. Alls bárust svör frá sex
aðilum með óskum um breyt-
ingar, og var samþykkt að taka
þær allar lil greina, eftir að
málið bafði verið rætt á stjórn-
arfundi í L.R. og almennum fé-
lagsfundi.
Nokkur erindi bárust til við-
j