Fréttatíminn - 26.08.2011, Side 18
4342
117116
8786
Í vikunni kom út merkileg ljósmyndabók sem hefur að geyma 140 ára sögu ís-
lenskrar landslagsljósmyndunar. Bókin heitir Ný náttúra – Myndir frá Íslandi
og er gefin út samhliða sýningu á verkum íslenskra samtímaljósmyndara
og samtímalistamanna sem nota ljósmyndir í verkum sínum, í Frankfurter
Kunstverein í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Sýningin er hluti af menningar-
kynningu sem fram fer í tengslum við þátttöku Íslands í bókakaupstefnunni
í Frankfurt haustið 2011.
Í bókinni er teflt saman nýjum og nýlegum myndum við eldri úr stokki ís-
lenskra ljósmyndara. Afraksturinn er einhver athyglisverðasta og skemmti-
legasta ljósmyndabók sem hér hefur verið gefin út. Kunnugleg minni úr ljós-
myndasögu landsins, eftir okkar þekktustu ljósmyndara, birtast hér í bland
við óvænta ramma eftir lítt þekkta myndasmiði, sem myndritstjóri bókarinn-
ar hefur grafið upp úr íslenskum ljósmyndasöfnum.
Myndavalið var í höndum Celina Lunsford, sem hefur verið listrænn
stjórnandi Fotografie Forum Frankfurt frá 1992 og hefur auga gestsins
greinilega nýst henni vel við þá vinnu. Celina vann bókina þó ekki alfarið ein
heldur í samstarfi við Ingu Láru Baldvinsdóttur, fagstjóra Ljósmyndasafns
Íslands í Þjóðminjasafni, og Maríu Karen Sigurðardóttur, safnstjóra Ljós-
myndasafns Reykjavíkur. Inngang um íslenska náttúruljósmyndun skrifar
Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Berlín, en hún
hefur komið við sögu við útgáfu íslenskra ljósmyndabóka.
Ensk/þýsk útgáfa bókarinnar er unnin í samstarfi við þýsku bókaútgáf-
una Kehrer Verlag, sem er ein virtasta útgáfa ljósmynda- og listaverkabóka í
Þýskalandi.
Íslensk
landslags-
ljósmyndun
í 140 ár
Jónsmessunótt á Gróttu, 1993 – Einar Falur Ingólfsson, f. 1966.Úr myndröðinni Hvergiog, 2010 – Katrín Elvarsdóttir, f. 1964.
Til vinstri:
Úr myndröðinni Bensín,
1999 – Spessi, f. 1956.
Til hægri:
Bensínstöðin Bifröst,
Reykjavík, 1930 –
Magnús Ólafsson,
1862-1937.
Til vinstri:
Tvö hús í Reykjavík
1920-1930 –
Haraldur Sigurðs-
son, 1894-1987.
Til hægri:
Breiðholt, 2008
– Guðmundur
Ingólfsson, f. 1946.
16 ljósmyndir Helgin 26.-28. ágúst 2011