Fréttatíminn - 26.08.2011, Síða 42
M eðal nýjunga hjá Baðhúsinu í vetur er að bjóða upp á fleiri styttri æfingatíma.
„Það þarf ekki að taka langan tíma
í að æfa og það er líklegra að maður
komi reglulega árið um kring ef
æfingin rennur þægilega inn í dag-
inn,“ segir Kristjana Þorgeirsdóttir,
verkefnastjóri hjá fyrirtækinu. til
dæmis er boðið upp á CX Worx sem
er einungis hálftími. Þar eru gerðar
æfingar eins og hjá einkaþjálfara;
þær eru hægar og djúpar, að sögn
Kristjönu, og henta vel þeim sem
vilja hugsa um heilsuna en hafa
lítinn tíma aflögu.
„Við bjóðum upp á svo mikið
úrval af mislöngum tímum að
tímaleysi á alls ekki að vera afsökun
lengur. Það ættu flestir að finna
eitthvað við sitt hæfi í Baðhúsinu.
Mikilvægi þess að hreyfa sig reglu-
lega er löngu sannað. Verkefnið er
óendanlegt en við erum í stöðugri
leit að nýjum leiðum til að auka
áhugahvöt viðskiptavina okkar til
að langa að koma og hreyfa sig.
Það er hægt að velja tíma frá sex á
morgnana og alveg fram á kvöld,“
segir Kristjana.
Æft með hálfum bolta
Hún nefnir til að mynda nýja og
skemmtilega tíma sem taka 50
mínútur og heita „Bosu balance“.
Þar eru æfingar gerðar á hálfum
bolta. Þeir eru flatir öðrum megin,
og svo kemur kúla upp. Hugmyndin
er að æfa á óstöðugu undirlagi. Á
boltanum hálfa eru gerðar æfingar
til að byggja upp þol og styrk. „Það
reynir á djúpu vöðvana og jafnvægi
líkamans,“ segir Kristjana. „Þetta
eru ekki rólegir tímar,“ segir hún.
Mörgum konum þykir gaman að
dansa og hefur Baðhúsið lengi boð-
ið upp á alls kyns danstíma. „Það er
alltaf mikið fjör í zumba, salsa-leik-
fimi og afró-tímunum okkar; þeir
allir með dansívafi og það er oft
skemmtileg stemning,“ segir Krist-
jana. Í afró-dansinn mætir bongó-
trommari og lemur húðir á meðan
konurnar dansa. „Það skapar sér-
staklega skemmtilega stemningu
að vera með alvöru trommara á
staðnum,“ segir hún.
Flakkað á milli tíma
„Það er samt svo misjafnt hvað
konum þykir gaman. Svo eru þær
sem finnst gaman í öðrum tímum
sem við bjóðum upp á, eins og til
dæmis Pump, Tabata og Tæbox-tím-
um. Ein af ástæðunum fyrir því að
konur velja Baðhúsið er að þær geta
flakkað á milli tími frá degi til dags
en þurfa ekki endilega að festa þig á
einu námskeiði,“ segir hún.
Heilbrigt og gott mataræðið
skiptir einnig miklu máli fyrir fólk
sem vill huga vel að heilsunni. Í
haust býður Baðhúsið upp á nám-
skeiðið Heilsuátak Lene Hansson.
Hún er danskur næringarþerpisti
og byggist námskeiðið á bók hennar
Léttara og betra líf – átta vikna
heilsuáætlun, sem kom út síðast-
liðið vor á íslensku.
„Við viljum ekki vera staður fyrir
stutt stopp heldur vettvangur lang-
ferðar í gegnum lífið,“ segir Krist-
jana og nefnir að Baðhúsið bjóði
ekki einungis upp á æfingaaðstöðu,
heldur er þar líka snyrtistofa, nudd,
gufa og fleira. „Það er gaman að
fylgjast með þeim konum sem hafa
verið með Baðhúsinu frá upphafi
og eldast svo vel með okkur. Einnig
er gaman að hitta nýja kynslóð af
stelpum sem voru um það bil að
fæðast þegar Baðhúsið var stofnað,“
segir Kristjana.
6 heilsa Helgin 26.-28. ágúst 2011
Baðhúsið býður upp á fleiri styttri æfingatíMa
KYNNiNG
Þarf ekki að taka
langan tíma að æfa vel
Alvöru bongótrommari mætir í afró-danstímana.
Tjútt
Salsa
Break
Street
Mambó
Hip Hop
Freestyle
Brúðarvals
Barnadansar
Ballroomdansar
Suður-amerískir dansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn – Unglingar – Fullorðnir
Innritun
og upplýsingar
á dansskoli.is eða
í síma 553 6645
b rian Gerke frá Bandaríkj-unum byrjaði með fram-haldsnemendurna í fyrra og til liðs við hann kemur
Brogan Davison frá Englandi og
sér um grunninn. Brian kennir
raunar líka við Listaháskólann og
Listdansskóla Íslands.
Brogan útskrifaðist með BA-
gráðu úr Laban-dansskólanum
fyrir ári. Í skólanum voru íslenskar
stúlkur sem hún kom að heim-
sækja í fyrrasumar. „Ég ætlaði
bara að vera í sex vikur,“ sagði
hún en hefur greinilega eitthvað
ílengst.
Þetta er fimmta ár Brians hér
á landi. Hann hefur verið á flakki
um heiminn að dansa ásamt dans-
félaga sínum, Steinunni Ketilsdótt-
ur. Hann segir að Steinunn hafi
einmitt byrjað að dansa í Kramhús-
inu. Á undanförnum þremur árum
hafa þau ferðast til á þriðja tug
borga í Evrópu til að sýna dans,
auk ferða til New York og Montana
í Bandaríkjunum. Á ferðalagi í Ísra-
el hitti hann þrjá sem höfðu séð
hann dansa en hann segir blaða-
manni að hér á landi þekki hann
ekki margir; því hafi hann ákveðið
að ferðast minna í ár og sinna Ís-
landi betur. Hann ólst upp í borg
sem er álíka stór og Reykjavík,
og kann því vel við sig hér. Hann
hefur þegar skipulagt dansferðir til
Gautaborgar, New York, Montana
og þaðan liggur leiðin aftur til Sví-
þjóðar.
Lífleg danssena
Honum þykir danssenan hér líf-
legt, einkum í ljósi stærðarinnar.
Brogan segir að Íslendingar taki
útlendum listamönnum sem vilja
vinna hér opnum örmum. Hún
segir að Íslendingar séu reiðu-
búnir að leggja mikið á sig fyrir
listina. Hún segir t.d. að Reykjavik
Dance Festival, sem haldið verður í
september, hafi litla fjármuni úr að
moða en að allir sem komi að há-
tíðinni vinni mikla sjálfboðavinnu
og það myndist skemmtilegur andi
meðal fólksins.
Brogan kemur að tveimur
verkefnum á hátíðinni. Hún er í
danshópnum Raven sem hefur
búsetu hérna á Íslandi og saman-
stendur af dönsurum og tónlistar-
mönnum víðsvegar um heiminn.
Einnig hefur hún skapað verk með
nemendum úr Danslistarskóla JSB
sem sýnt verður víða um Reykjavík
á hátíðinni. Þetta er í fyrsta skipti
sem nemendur taka þátt í hátíð-
inni. Hún kemur að fleiri verkefn-
um því hún tók nýverið að sér að
vera listrænn stjórnandi Spiral-
dansflokksins.
Námskeið Brogan í Kramhúsinu
er fyrir byrjendur. Hún segir að
kennslan litist af vist sinni í Laban-
dansskólanum. Kennslan snúist
meðal annars um að vera meðvit-
aður um líkama sinn, spuna og að
reyna á líkamann. „Það er ótrúlega
gaman að kenna í Kramhúsinu því
andinn þar er svo góður,“ segir
hún.
Brian kennir námskeið fyrir
lengra komna. Hann segir að
andinn á námskeiðnu sé góður því
allir séu komnir til að hafa gaman
af. Nemendur hafi margir æft dans
þegar þeir voru yngri, af mikilli
ástríðu og lagt mikið á sig, en nú
sé aðalmarkmiðið að skemmta sér.
„Ég elska að kenna dans, ég upplifi
þetta ekki sem vinnu!“
saMtíMadans Vinsældir hafa aukist Mikið
KYNNiNG
Kramhúsið kraumar í vetur
Erlendur danskennari segir að Íslendingar taki erlendum listamönnum fangnandi.
Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri líkamsræktar.