Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 26.08.2011, Qupperneq 48
Háfjallaklifur É Ég get ómögulega gortað af fjallgöngum um mína ævidaga. Þó hef ég „klifið“ Himmelbjerget í Dan- mörku og stóð þá í þeirri meiningu að það væri hæsta fjall landsins en komst síðar að því að svo er ekki. Himmelbjerget er 147 metra hátt og því frekar hóll en fjall. Hæsti punktur Danaveldis er Møllehøj, 170,86 metrar. Í flestum löndum er hæð fjalla gefin upp í metrum en fjallgarðar Danmerkur eru ekki merkilegri en svo að hæð þeirra er talin í sentimetrum. Það er hins vegar til marks um gott skopskyn Dana að gefa þessari ójöfnu, sem þeir héldu allt til ársins 1847 að væri hæsti punktur landsins, þetta nafn. Virðulegri verða fjallanöfn vart en Himmel- bjerget, fjallið sem nær til himins. Nafnið eitt setur þessa dönsku þúfu í flokk með tindum Himalaja- fjalla. Ég „kleif“ Himmelbjerget með eiginkonu og tengdaforeldrum á fögrum sumardegi fyrir nokkrum árum. Þegar á „tindinn“ var komið áttaði tengdamóðir mín sig á því að hún hafði gleymt sól- gleraugunum sínum í bílnum. Við eðlilegt fjalla- klifur hefðu fjallgöngugarpar sætt sig við slíkt og bölvað í hljóði. Það var hins vegar óþarfi á toppi Himmelbjerget. Tengdasonurinn var einfaldlega sendur eftir sólgleraugunum. Með réttu get ég þess vegna haldið því fram að ég hafi klifið Himmelbjer- get í tvígang. Menn hafa lengi gert lítið úr Himmelbjerget og ekki talið mikið afrek að ganga á það. Því hefur jafnvel verið líkt við að klífa Öskjuhlíðina í höfuð- borg Íslands, þ.e. að skreppa í Perluna. Það er mis- skilningur. Með fullri virðingu fyrir Öskjuhlíðinni stenst hún engan samanburð við Himmelbjerget enda nær toppur hennar aðeins 61 metra yfir sjávarmál. Taka ber fram að þá eru tankarnir og glerhjálmur Perlunnar ekki taldir með, ekki frekar en turninn á toppi Himmelbjerget sem þegnar Frið- riks VII reistu þegar hann færði þeim stjórnar- skrá árið 1849. Staða hans er því svipuð og Kristjáns IX, þess er stendur stífur á Stjórnarráðstúninu og réttir fram stjórnarskrána sem hann færði okkur árið 1874. Ósagt skal látið hvort sá gamli kóngur víkur af stalli fyrir Salvöru Nordal þegar hún réttir fram plagg stjórnlagaráðs. Gönguna á Himmelbjerget ætlaði ég að láta duga og var því óviðbúinn þegar eiginkona mín stakk upp á göngu á Vörðufell. Fellið þekki ég, enda blasir það við sumarkoti okkar hjóna, stakt á sléttlendi þar sem Biskups- tungur mæta Skeiðum. Fram að þessari frómu ósk konunnar taldi ég nóg að horfa á það. Ganga upp hlíðar þess væri óþörf. „Það er lágmark að þú prófir gönguskóna sem ég gaf þér í jólagjöf, svo ekki sé minnst á göngu- stafina sem fylgdu. Þú hefur væntanlega haldið að þetta ætti bara að vera upp á punt,“ sagði frúin. „Þetta er ansi hátt,“ sagði ég og gjóaði augunum á Vörðufellið þar sem ég lá í stofusófanum. „Láttu ekki blekkjast af því þótt Tungna- og Skeiðabændur hafi í misskilinni hógværð kallað þetta fell í stað fjalls. Hefðu Danir gefið þessum fjallrisa nafn hefðu þeir ekki dregið úr því, líklega talið það ná langleiðina til tunglsins.“ „Hvaða vitleysa er þetta,“ sagði konan sem þegar var komin í gönguskóna, „Vörðufellið er kollótt og aðeins 391 metri. Við verðum enga stund upp. Við verðum að fá í okkur súrefni. Út með þig.“ „Sérðu klettana, kona góð,“ sagði ég þegar við vorum komin í 100 metra hæð, nyrst í fjallinu. Ég hafði náð að „gúggla“ Vörðufellið á meðan ég reimaði á mig skóna og las að það væri úr móbergi og grágrýti. Þá sagði að afrennsli frá stöðuvatni á fjallinu væri um hrikalegt klettagil. „Þú getur kallað þetta kletta, góði minn,“ sagði konan. „Þess utan er enginn að biðja þig að klifra upp á steina. Hvað klettagilið varðar þá er það langt undan og við alls ekki á leið þangað. Svo má kannski benda þér á að við erum á göngustíg, og það frekar breiðum. Það er ekki eins og þú sért einhver Edmund Hillary og fyrstur á leið á tind Everest. Eini munurinn á að rölta hér upp eða tölta eftir Austurstrætinu er að þetta er aðeins á fótinn.“ „Þetta er eins og að horfa á landið úr flug- vél,“ sagði ég uppnuminn þegar ég sneri mér við um það bil í miðri fjallshlíðinni. Við blasti Hvítá, Skálholt, Mosfell og fjallahringinn fjær í átt að Langjökli. „Jú, það má segja það, að minnsta kosti eins og úr flugvél í lendingu,“ sagði göngukonan við hlið mér. „Við erum ekki í nema 200 metra hæð, elskan,“ bætti hún við, „rétt rúmlega það sem þú afrekaðir þegar þú komst á toppinn á Himmelbjerget um árið.“ Við paufuðumst áfram upp hlíðina. Eftir 50 metra í viðbót bað ég konuna um stundarhlé. „Hæðaraðlögun,“ sagði ég, „það verður að venja líkamann við þunnt fjallaloftið.“ Hún settist á þúfu án þess að tjá sig sér- staklega um meintan súrefnisskort bóndans. „Edmund hefur ábyggilega ekki klif- ið Everest í nýjum gönguskóm,“ sagði ég og leyfði mér að kalla kollega for- nafni. Konan virtist ónæm fyrir kvört- unum um hælsæri og blöðrur. „Þér var nær að ganga skóna ekki til. Nógu lengi hafa þeir beðið eftir vígslunni.“ Við náðum toppnum. Ofmælt er að segja að tindur Vörðufells hafi verið klifinn. Það er ekki þannig í laginu, ekki frekar en Himmelbjerget. Samt var þetta áfangi, því verður ekki neitað. Þrjú fjöll eru að baki; Öskjuhlíðin, Himmelbjerget og nú Vörðufellið. Gott ef maður skellir sér ekki í Hlíðarfjall næst. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL C M Y CM MY CY CMY K Fréttatíminn26ágúst_5x15.pdf 1 8/25/11 1:09 PMMiðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Nemendur í áfanganum „Íslensk leikhús og leiklist“ í Flensborg 34 viðhorf Helgin 26.-28. ágúst 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.