Læknablaðið - 01.02.1966, Side 31
L Æ K N A B L A Ð I Ð
3
væri Ieilað um margt. og ekki ])á sízt um stéttarleg mál, eins
og bezt sést á ofangreindum trúnaðarstörfum, sem á hann lilóð-
ust. Hinir sterku þættir í skaphöfn hans voru gjörhvgli, rósemi
og festa. Var þvi ekki að undra, þótt hann vrði ástsæll af þeim,
sem lil Iians leituðu. Sökum mikilla mannkosta fórust honum
öll þau störf, sem hann lók að sér, vel úr hendi, enda hafði
hann vit til að velja og hafna. Auk mjög góðrar þekkingar i
læknisfræði var minni hans svo frábært á vísur og kvæði. að
engan hef ég þekkt, sem nálgast hann á því sviði.
Ólafur var maður inéðalhár, breiðleilur i andliti, festu-
legur á svip, en mildilegur, sterklega vaxinn og vel á sig kom-
inn. Framkoman öll mjög traustvekjandi, enda mótuð af
þeirri rólegu yfirvegun, sem honum var í blóðið borið.
Ólafur var kvæntur Erlu Egilson frá Hafnarfirði. Átlu
]>au þrjú börn, Þórarin Böðvar lækni, sem leggur stund á sér-
fræðinám i handlækningum í Danmörku, Skúla verkstæðis-
stjóra og Elísabetu Erlu, gifta Olav Paulson, læknanema i
Kaupmannahöfn.
Ástvinum Ólafs Geirssonar mætti það vera nokkur hugg-
un liarmi gegn, að göfugur læknisferill hans, mótaður af djúp-
stæðri þekkingu og prúðri framkomu, ætli að vera leiðarljós
ungum íslenzkum læknum og læknaefnum, og eins og þar
stendur: „Eftir lifir mannorð mætt, ]iótt maðurinn deyi.“
Sigurður Samúelsson.