Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 47

Læknablaðið - 01.02.1966, Page 47
L Æ K N A B L A Ð IÐ 17 segir, menn með litla eða enga greiðslugetu. Þetta fólk ætti að vera í A-flokki, en hefur vanrækt að hafa réttindi sín í lagi. í sumum íil- vikum geta læknar sent sveitarfélögum reikninga fyrir læknishjálp veitta þessum síðastnefndu aðilum. Fyrirkomulag Almenn heimilislæknisstörf eru þar greidd með læknisþjónustu í fastagjaldi fyrir númer, og er númerakerfi hiö Kaupmannahöfn. sama og hér á landi. Aukagreiðslur fá læknar fyr- ir vottorð, mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit, en þessi störf vinna þeir yfirleitt sjálfir fyrir sjúkrasamlagssjúklinga sína. Einnig koma sérstakar greiðslur fyrir alla vaktþjónustu. í Kaup- mannahöfn er vaktþjónusta allan sólarhringinn nema á morgnana frá kl. 7—8. Frá kl. 8—16 er svokölluð neyðarvakt, síðan er skipt niður í kvöldvakt og næturvakt. Vaktþjónusta er yfirleitt unnin af ungum læknum á sjúkrahúsum eða stofnunum og einnig af heimilislæknum, sem eru að hefja störf. Læknar fá engar númeragreiðslur fyrir fólk, sem er í B-flokki, enda greiðir það sjálft læknishjálpina að fullu, og eru þær greiðslur ekki undir neinu beinu eftirliti, hvorki frá læknafélagsins hálfu né hins opinbera. Læknafélagið hefur enga gjaldskrá og getur hver læknir í raun- inni sett upp það, sem honum sýnist. Hins vegar er mjög náin sam- vinna meðal lækna í þessum efnum, og þeir taka í flestum tilfellum líkar greiðslur fyrir sömu störf. Yfirleitt má segja, að þetta sé 20— 30% hærra en sú gjaldskrá, sem lögð er til grundvallar við endur- greiðslu í sjúkrasamlögum. Talið er, að um 10% af þeirri vinnu, sem læknar veita sjúkling'- um í B- og C-flokkum, greiðist ekki. Þeir, sem eru í B-flokki, geta að sjálfsögðu haft heimilislækni, ef þeir óska, en er frjálst að leita til hvaða læknis sem vera skal. Kostnaður við almenna læknishjálp var 64 kr. fyrir hvert númer í A.-flokki árið 1964, en samsvarandi kostnaður var 53 kr. í B-flokki. Yfirleitt er vinnutími almennra heimilislækna frá kl. 8—16. Tvisv- ar í viku þurfa þeir að hafa tvo samfellda viðtalstíma frá kl. 17—19. Hver heimilislæknir má hafa allt að 2200 númer, en flestir eru með nálega 1500 númer. Læknir með 1500 númer fer að jafnaði í fjórar vitjanir á dag. Hæfilegt þykir, að læknir afgreiði sex manns á klukku- stund við heimilislæknisstörf og sé fjórar stundir á dag á stofu. Auk þessa hafa heimilislæknar sérstaka tíma fyrir ungbörn, mæðraeftirlit og bólusetningar. Fyrir það fá þeir sérstakar greiðslur, eins og áður segir. I Kaupmannahöfn eru engar lækningastöðvar lengur við spítal- ana aðrar en þær, sem fylgjast með sjúklingum, sem þar hafa verið. Sérfræði- Heimilislæknir getur vísað fólki í A_-flokki til sérfræði- þjónusta rannsókna og meðferðar eftir því, sem við á og með þarf. Einnig fá sjúklingar í þessum flokki ókeypis rannsóknir á Sygekasselægernes organisations laboratorium. Sama er að segja um röntgenrannsóknir utan sjúkrahúsa. Þær eru allar framkvæmdar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.