Læknablaðið - 01.02.1966, Page 64
34
LÆKNABLAÐIÐ
Úr læknahúsinu við Odenplan. Sambland af skrifborði og umbúða-
vagni, mjög þægilegt í skoðanaherbergi og skiptistofu.
eins lítil upplýsingadeild fyrir læknahúsið. í húsinu starfa 15 læknar,
af þeim er aðeins einn almennur læknir. Auk þess eru þrír tann-
læknar.
Þarna skoðuðum við sérstaklega röntgendeild og deild skurð-
lækna. Röntgendeild virtist mjög vel fyrir komið. Á skurðdeild voru
tveir læknar, annar barnaskurðlæknir. Viðtalsstofur voru mjög litlar
en skoðanastofur og aðgerðastofur rúmgóðar.
Þarna eru eingöngu gerðar aðgerðir á sjúklingum, sem hægt er
að senda heim samdægurs.
Læknahúsið í Uppsölum skoðuðum við fyrsta húsið, sem reist hef-
í Uppsölum. ur verið sérstaklega til nota sem læknahús. Húsið er
fimm hæðir, kjallari og ris, alls 11.300 rúmm. Lækna-
starfsemi er á fjórum hæðum. Á götuhæð eru verzlanir og upplýs-
inga- og símaþjónusta læknanna, en íbúðir starfsliðs í risi. Tók þrjú
ár að teikna og reisa húsið, og það tók til starfa í febrúar 1965. Heild-
arkostnaður var talinn 4.5—5 milljónir sænskra króna. Læknamót-
tökur í húsinu eru alls 1518.9 m2.
í húsinu starfa nú 11 læknar og fimm tannlæknar, en hægt er
að bæta við allt að fimm læknum enn. í húsinu er fullkomin röntgen-
deild og lítil rannsóknarstofa. Við skoðuðum móttökur barnalæknis,
kvensjukdómalæknis, hálslæknis, skurðlæknis og tannlækna auk
röntgen- og rannsóknarstofu.
Allar einingar í húsinu eru mjög afmarkaðar og einangraðar og
engin bein samvinna milli læknanna önnur en sameiginleg simaþjón-