Læknablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 70
40
L Æ K N A B L A Ð I Ð
Lister House.
dagsins, enda flestar jafnframt húsmæður. Þarna eru lítil og úrelt
röntgentæki, sem notuð eru við minni háttar slys. Hjúkrunarkonurn-
ar búa um meiðsli og sauma jafnvel sár og staðdeyfa, en meiri háttar
slys eru að sjálfsögðu send á sjúkrahús borgarinnar, sem er 300
rúma spítali og tók til starfa á þessu ári.
Læknarnir sögðu, að tekjur þeirra væru um 3000 sterlingspund
á ári, þegar búið væri að greiða allan kostnað og skatta. Til saman-
burðar gátu þeir þess, að fastráðnir spítalalæknar, sem eru í svo-
kölluðum senior-registrar-stöðum, þ. e. sem eru ekki orðnir sérfræð-
ingar, hafi tæp 2000 pund á ári að frádregnum sköttum.
Vinnutími þessara stöðvarlækna virtist vera mjög langur, eða frá
klukkan átta á morgnana til sjö eða átta á kvöldin, auk vakta, sem
áður greinir.
Næturvitjun er að jafnaði ein á viku fyrir 12 þúsund manna hóp.
Dr. Huntley, sem sýndi okkur stöðvarnar, er fyrsti læknirinn, sem
opnaði lækningastöð í Harlow.
Rannsóknastöð Síðar um daginn heimsóttum við South London Ge-
heimilislækna. neral Practitioners Centre í Peckham Rye, og fylgdi
dr. Little okkur um stofnunina. Þetta er eins konar
rannsóknastöð, sem almennir heimilislæknar í nágrenninu hafa kom-
ið sér upp, og á hún að framkvæma ýmsar rannsóknir og röntgen-.
skoðanir fyrir þá.
Um sextíu læknar eru á því svæði, sem þessi stöð starfar fyrir.
Rannsóknastöðin er í húsi, sem var reist 1937, en var þá talið
mjög nýtízkulegt. Það er allstórt, og aðeins hluti af því er notaður