Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 74

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 74
42 LÆKNABLAÐIÐ og tryggingarnar greiða sérfraeðingi fyrir að fara í vitjun og líta á einn sjúkling, en sex pund, líti hann á tvo. Læknarnir keyptu gamalt fjögurra hæða íbúðarhús, þar sem þeir hafa komið sér fyrir með lækningastörfin, en húsið er að sumu leyti heldur óhentugt. Viðtalsherbergin eru nokkuð misstór. Biðstofur eru tvær og ein afgreiðsla, en engin röntgen- eða rannsóknarstofa. í rauninni er samvinna læknanna eingöngu fólgin í því, að þeir hafa sameiginlegar afgreiðslustúlkur. Hins vegar hafa þeir ekki sameigin- lega aðstoð hjúkrunarkvenna. í húsinu er lítið fundarherbergi. Dr. Gibson lét okkur fá ýmis eyðublöð, þar á meðal fyrir fjar- vistarvottorð vegna veikinda, bæði opinber eyðublöð og önnur, sem læknahópurinn hefur látið búa til. Á báðum þessum vottorðum er gert ráð fyrir, að sjúkdómurinn sé tilgreindur. Taldi dr. Gibson, að þetta væri á engan hátt brot á trúnaðareiði eða reglum lækna, þar sem vottorðið færi beint í hendur sjúklingsins sjálfs. Á hinn bóginn gæti verið vafasamt, hvort senda ætti slík vottorð til annarra aðila nema þá með samþykki sjúklingsins. Heilsugæzlu- Þá fórum við til Hythe, sem er 15 þúsund manna stöðin í Hythe. bær í landbúnaðarhéraði skammt frá Southampton. Þar hefur ríkið reist heilsugæzlustöð, sem er í tengslum við gamlan spítala. Stöðin er nýtízkuleg í sniðum, rúmgóð og björt og öllu vel fyrir komið. Hver læknir hefur viðtalsstofu, sem er 3X4 metrar og skoðunarherbergi um 2X31/2 metri. Þarna er röntgendeild til þess að taka myndir af minni háttar beinbrotum og einnig lítil rannsóknarstofa, og koma þangað meinafræðingur og blóð- meinafræðingur tvisvar í viku. Þá er í stöðinni lítil skurðstofa, þar sem hægt er að gera að smáslysum, en meiri háttar slys fara á sjúkra- hús í Southampton. Spítalinn við stöðina er aðallega fæðingaheim- ili og almennt sjúkrahús, þar sem heimilislæknarnir vinna sjálfir. Liggja þar einkum sjúklingar í afturbata, t. d. eftir aðgerðir á öðrum spítölum. Þarna er mæðravernd og ungbarnaeftirlit og vinna heimilis- læknarnir einnig allt starf á þeim deildum. Við spítalann er „out- patients“-deild, þar sem sérfræðingar koma og veita þjónustu stund úr degi. í stöðinni eru einnig tannlæknastofur. í sambandi við þessa lækningamiðstöð eru námskeið í afslöppun fyrir vanfærar konur og einnig rekinn áróður fyrir slysavörnum. í húsinu er aðalbækistöð Rauða krossins og miðstöð fyrir sjúkrabíla. Tiu heimilislæknar vinna við stöðina, og er þeim skipt í þrjá flokka, en tveir þessara lækna hafa einnig viðtalstíma annars staðar. Flestir læknar þarna sjá um þrjú þúsund sjúklinga og hafa viðtals- tíma bæði fyrir og eftir hádegi. Allir viðtalstímar eru samkvæmt beiðnum, og virðist sú tilhögun gefast vel og sjúklingar og læknar vera ánægðir með hana. Gert er ráð fyrir, að allar vitjanabeiðnir séu komnar fyrir klukkan tíu. Beiðnir um viðtalstíma eiga að koma milli kl. tíu og tólf og milli kl. tvö og fjögur. Kvöldtímarnir eru til þess að taka pantanir fyrir næsta dag. Ef skyndileg sjúkdómstilfelli koma fyrir, er reynt að sinna þeim þegar í stað, og gerir það sá læknir, sem því getur bezt við komið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.