Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 76

Læknablaðið - 01.02.1966, Síða 76
44 LÆKNABLAÐIÐ inn, en auk þess tvær til þrjár afgreiðslustúlkur, sem skipta með sér verkum. Öll viðtöl eru pöntuð fyrirfram, sæti í biðstofunni eru 18 og aldrei fullskipuð. Hjúkrunarkonan hefur lítið herbergi, þar sem hún getur skipt á sárum og gefið sprautur. Læknar þessir hafa eins og annars staðar viðtalstíma á morgn- ana um tvær klukkustundir og síðari hluta dags um 2 % klukkustuna. Flestir munu þeir hafa um 2500 sjúklinga. Dr. Arthur sagðist fara að meðaltali í fimm vitjanir á dag og fá 20—40 manns á stofu. Þetta væru óvenjulágar tölur, hann væri búinn að vera lengi á þessum stað og venja sitt fólk vel. Einnig minntist hann á, að pantanatími minnk- aði vitjanafjöldann verulega. Lasið fólk vildi gjarnan koma á stofu til læknisins, ef það ætti víst að þurfa ekki að bíða þar. Hann lagði mikla áherzlu á, að í lækningastöð sem þessari væri gengið vel frá allri hljóðeinangrun og hefði það ekki tekizt nægilega vel hjá þeim. Hann benti meðal annars á í því sambandi, að rennihurðir væru aldrei tryggar í þessum efnum; enn fremur, að hljóð berst sérstaklega vel i húsakynnum, þar sem eru slétt og gljábónuð gólf. Hin lækningastöðin, sem við sáum, var í Church Lane no. 2, Merton, London S.W. 19. Þar störfuðu þrír læknar, sem allir eru í trúflokki meþódista, og virðist það regla þeirra að vinna ekki með öðrum lækn- um en þeim, sem eru sömu trúar og þeir, en að sjálfsögðu sinna þeir einnig sjúklingum utan trúarflokksins. Þeir höfðu reist húsnæði það, sem þeir störfuðu í, og var það mun rúmbetra en á hinum staðnum. Sjúklingar koma þar inn í allrúmgott móttökuherbergi og fara þaðan inn í biðstofuna. Lækningastofunum er komið fyrir á svipaðan hátt og á hinum staðnum, þ. e. viðtalsstofa og skoðanaherbergi, en hvort tveggja er stærra en í Cannon Hill Lane. Auk þess var í stöðinni eitt herbergi, sem nota mátti sem skurðstofu fyrir smáaðgerðir. í báðum þessum hópum er náið samstarf með læknunum, og þeir eru einnig í nánu sambandi við spítalann í þessu hverfi og hafa þar sérstakt fundarherbergi, þar sem alltaf er að minnsta kosti haldinn einn fyrirlestur á viku, ætlaður aðallega almennum heimilislæknum, og flytur hann venjulega einhver sérfræðingur og talar um efni, sem skiptir máli fyrir störf heimilislækna. Þá skoðuðum við ,,out-patients“-deild Kingston spítalans, og er þar mjög stór röntgendeild, sérstök deild fyrir handlækningar og önnur fyrir lyflækningar. Þar eru stórar móttökustofur, biðstofur og mörg skoðanaherbergi. Eru þau miklu rúmbetri en skoðanaherbergi þau, sem eru á lækningastöðvunum, en yfirleitt er fyrirkomulagið þannig, að hver læknir hefur viðtalsherbergi og annað minna sem skoðanaherbergi við hliðina á því. Þá var okkur einnig sýnd sótthreinsunardeildin, sem er í raun- inni heil verksmiðja, þar sem dauðhreinsuð eru öll tæki, sem notuð eru á „out-patients“-deildinni og spítalanum, og einnig er heimilis- læknum gefinn kostur á að njóta þjónustu hennar. Sprautur eru dauð- hreinsaðar í málmkössum og hver sprauta klemmd föst í grind, sem liggur í kassanum. Þegar kassarnir koma úr ofninum, er límdur á þá miði, sem á stendur ,,steril“. Annar búnaður, sem dauðhreinsa þarf,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.