Læknablaðið - 01.02.1966, Page 79
L Æ K N A B L A Ð I Ð
47
og Landspítalans í ágúst og sept. 1964, en hefur verið 2. aðstoðarlækn-
ir á lyflæknisdeild Landspítalans síðan 1. okt. 1964 og jafnframt rekið
lækningastofu í Rvík.
★
Magnús Þorsteinsson var skipaður deildarlæknir við barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá 1. júní 1965.
★
Björn Önundarson var frá 1. sept. 1965 ráðinn, og nokkru síðar
skipaður, aðstoðarlæknir við borgarlæknisembættið í Rvík.
★
Guðmundur Árnason var ráðinn 1. aðstoðarlæknir við lyflæknis-
og farsóttadeild Borgarspítalans í Rvík frá 1. sept. 1965, og Magnús
Sigurðsson var ráðinn 2. aðstoðarlæknir við sömu deild frá sama
tíma.
★
Jón R. Árnason var ráðinn 2. aðstoðarlæknir við Slysavarðstofu
Reykjavíkur frá 1. des. 1965.
★
Vigfús Magnússon hefur verið skipaður héraðslæknir í Víkur-
héraði frá 1. janúar 1966.
★
Settir héraðslæknar:
Álafosshérað: Guðmundur Guðmundsson cand. med. frá 1. des.
1965.
Hólmavíkurhérað: Ingólfur Sveinsson stud. med. frá 5. okt. til
15. nóv. 1965 (ásamt Djúpavíkurhéraði), Konráð Sigurðsson cand.
med. frá 1. des. 1965 og Jón Þ. Hallgrímsson cand. med. frá 5. jan.
1966 (ásamt Djúpavíkurhéraði).
Þingeyrarhérað: Bragi Guðmundsson cand. med., framlenging til
15. sept. 1966.
★
Halla Þorbjörnsdóttir var ráðin aðstoðarlæknir héraðslæknisins
í Kirkjubæjarhéraði frá 4. des. 1965.
★
Sæmundur Kjartansson hefur opnað lækningastofu í Reykjavík.
Hann er nýkominn frá Bandaríkjunum, þar sem hann var við sérnám
.í húðsjúkdómum.