Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 109 aðir, og varð í þeim iiópi eitt dauðsfall. tJr tveimur saursýnum sendum frá Sauðárkróki ræktuðust mænusóttarveirur af ætt II. Leitað var að mótefnum gegn öllum ættum mænusóttar í blóð- vatni eins sjúklings, sem lamaðist á Sauðárkróki, og reyndist hann aðeins hafa mótefni gegn ætt II. Þessar rannsóknir á mænusótt árin 1955—1956 henda því til þess, að mænusóttarveirur af ætt I hafi valdið aðalfaraldrin- um i Reykjavik og nágrenni (sbr. einnig I. mynd). Afmarkaður faraldur af ætt II hafði gengið samtímis á Mið-Norðurlandi, en á Yestfjörðum og Norðausturlandi liafi Akureyrarveiki verið á ferðinni. Árið 1955 var mænusótt í fyrsta sinni greind hérlendis með ræktun og ættgreiningu veirunnar, sem henni veldur. Hvaða tegundir mænusóttarveirna hafi valdið fyrri faröldrum, verð- ur aðeins ráðið af líkum. 3. tafla sýnir niðurstöður mælinga á mænusóttarmótefnum í blóðvatni nokkurra barna úr Reykja- vík. Mælingarnar voru gerðar fyrir faraldurinn 1955. Yngri hópurinn eru börn fædd eftir faraldurinn 1945—1947, en eldri börnin eru fædd fyrir þann faraldur. Eins og taflan leiðir i ljós, bafa 12 börn af 14 í eldri hópnum mótefni gegn ætt I, en enginn i yngri hópnum hefur mótefni gegn ætt I. Af þessu má ætla, að faraldurinn 1945—1947 hafi verið faraldur af ætt I. I Heilbrigðisskýrslum af Norðurlandi árið 1945 er getið um mænusóttarsjúklinga, sem hafi veikzt í faraldrinum 1935 og séu að fá sjúkdóminn í annað skipti. Rendir þetta til þess, að önnur tegund en sú, sem gekk 1935, hafi va'Idið faraldri á Norðurlandi 1945. I Læknablaðinu 1952 birtist yfirlit yfir athuganir á mótefn- um gegn ætt II á blóðsýnum, sem safnað var 1950.11’ 12 Sam- kvæmt þeim heimildum liefur faraldurinn 1935 getað verið far- aldur af ætt II. Af framansögðu er ljóst, að á árunum 1904—1956 hafa orðið hér stærri mænusóttarfaraldrar á því sem næst 10 ára fresti. Á sama tímabili eru oftast skráðir einn til tíu sjúklingar árin milli faraldra. Árin 1932, 1938 og 1951 geta Heilbrigðisskýrslur smærri faraldra, um 80 sjúklingar hvert ár, en engin mænusótt er skráð árin 1906—1913 og 1943. Nú í haust eru liðin 11 ár frá síðasta mænusóttarfaraldri, og mætti því, hvenær sem er, vænta nýs faraldurs, ef veikin hefði nú sama gang og hún hefur haft hér siðustu áratugi. Síðan 1956 hefur verið notað hér mænusóttarbóluefni, gert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.