Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 52
126 LÆKNABLAÐIÐ hvernig sýkingin berst til nýrnanna, hvort heldur blóðleiðina eða upp eftir þvagálunum. Til skamms tíma þótti hin fyrri leið líklegri, og var sú skoðun studd dýratilraunum. Síðasta áratuginn eða svo liafa fleiri og fleiri stoðir runnið undir það, að hin síðari smitleið- in sé algengari og mikilvægari. Helztu áfangar í þeirri þróun eru þessir: Árið 1953 sýndu bandarískir læknar fram á, að jafnaðarlega er langur aðdragandi að klíniskum pyelonephritis og fyrsta byrjun er ósjaldan í bernsku. Því næst hirtu þeir Edward H. Kass og samstarfsmenn hans í Boston niðurstöður af rannsóknum sínum og lækningatilraunum. Segja má, að aldahvörf verði um leið í afstöðu til pyelonephritis. Rannsóknir þessar sönnuðu, að það er magn sýkla í þvagi, sem mestu máli skiptir, og að livers konar aðgerðir á þvagfærum til rannsókna og lækninga eru mjög var- hugaverðar, með því að þær geta auðveldað eða orsakað innrás sýkla í nýrnavef. Til rannsókna á sýklamagni reyndist fullnægj- andi að nota miðbunuþvag, en áður höfðu mjög tíðkazt sýnis- tökur með þvaglegg, sem eru stórhættulegar. Þessar niðurstöður birtust órið 1960, og síðan hafa þvagsýni ekki verið tekin með legg á lyflæknisdeild Landspítalans, nema í brýnustu nauðsyn. Árið 1962 eru svo færðar sönnur á kenninguna um bakflæði (reflux) frá þvagblöðru til nýrna, sem síðar verður vikið að í kvöld, og loks sanna þau Holland og West 1963, að unnt er með lækningatilraunum að hindra skaðlegar afleiðingar af bakflæði, ef rétt er á haldið. Meginatriði þess, sem hér hefur verið sagt, er eftirfarandi: 1) Nauðsynlegt er að taka jákvæðari afstöðu til pyelone- phritis en hingað til hefur vei-ið gert og beita fyllstu rann- sókna- og lækningatækni. 2) Ef unnt er að hindra sýklamengun þvags, þvagrennslis- truflanir og aðgerðir á þvagfærum, sem sýkingarhættr fylgir, má hafa mikil áhrif á framvindu sjúkdómsins eða lækna hann að fullu. 3) Jafnvel þó að komin sé nýrnabilun, er enn von um veru- legan árangur af lækningatilraunum. 4) Greining sjúkdómsins er erfið, en um það vandasama hlut- verk munu þeir Sigurður Þ. Guðmundsson og Ásmundur Brekkan ræða hér á cftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.