Læknablaðið - 01.10.1966, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆ K N AF É LAG I ÍSLANDS
O G LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritst jóri: Ólafur Jensson. Meðritstjórar: Magnús Ólafsson og
Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Sigurður Þ. Guðmundsson (L.R.)
52. ÁRG. REYKJAVÍK, OKTÓBER 1966 5. HEFTI
Ólafur Bjarnason, Þorkell Jóhannesson og Tómas Á. Jónassón:
EITRANIR AF VÖLDUM TETRAKLÓR-
METANS OG TRÍKLÓRETÝLENS
í REYKJAVÍK
Tetraklórmetan (tetraklórkolefni; GCT) er litlaus, rokgjarn
vökvi (suðumark 77°), er hefur svipaða lykt og klóróform
(CHCls). Tetraklórmetangufur eru allmiklu þyngri en andrúms-
loft og leita því að gólfi. Tetraklórmetan brennur ekki og blandast
nálega ekki vatni. Það blandast hins vegar vel klóróformi, etra,
benzeni og ýmsum öðrum efnum, er leysa fitu og fitukennd efni.
Tetraklórmetan leysir þannig mjög vel fitu og fitukennd efni, svo
og ýmis önnur efni, sem torleyst eru í vatni. Tetraklórmetan var
fyrrum reynt við svæfingar, en befur löngum verið notað til þess
að eyða innyflaomium í mönnum og kvikfé. A síðari árum liefur
það þó einkum verið notað sem leysiefni í iðnaði og í heimahús-
um. Tetraklórmetan hefur (ásamt tríklóretýlen) verið nefnt
„blettavatn“ í alþýðumunni.
Eitranir af völdum tetraklórmetans eru vel þekktar. Þegar í
bernsku svæfinga fyrir um 100 órum þótti nokkuð einsýnt, að
tetraklórmetan væri mun varasamara efni en klóróform. Tilraun-
ir með hunda sýndu síðar, að eiturhrif (toxicitet) efnisins marka
sér einkum spor í lifur og nýrum. Um sama leyti (um 1920) þótti
og sannað, að neyzla etýlalkóhóls yki á eiturhrif tetraklórmetans
(yfirlitsgrein um tetraklórmetan: Hardin 1954).
Tríklóretýlen (CHCl=CCl2; suðumark 88°) er náskylt tetra-