Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 22

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 22
194 LÆKNABLAÐIÐ klórmetani og leysir fitu og fitukennd eí'ni engu síður. Það brenn- ur ckki og hefur verið notað í miklum mæli sem leysiefni í iðnaði og í heimahúsum. Tríklóretýlen hefur enn fremur verið notað til svæfinga. Nú á dögum er tríklóretýlen þó trauðla notað til fullra svæfinga. Það er liins vegar víða notað og mjög í tízku til léttra svæl'inga eða til þess að lægja sársauka við fæðingar og minni háttar aðgerðir. Almennt er talið, að tríklóretýlen sé efni síður skaðlegt en tetraklórmetan. Ósannað þykir þannig, að tríklóretýlen valdi lifrar- og nýrnaskemmdum (shr. Moeschlin 1965; Goodman & Gilman 1965). Eitranir af völdum tríklóretýlens eru engu að síður vcl þekktar. Þannig geta síðkomin eiturhrif efnisins lýst sér sem rýrnun og hrörnun á taugum og heila, og tríklóretýlen getur rneð vissu valdið fíkn (eufomani; yfirlitsgrein: Roholm 1933). A árunum 1963—1964 létust tveir menn tiér í bæ af völdum tetraklórmetaneitrunar, svo að öruggt sé. Ekki virðist fyrri hafa verið ritað um tetraklórmetaneitranir hér á landi né heldur kann- að, live tíðar eitranir af völdum tetraklórmetans og skyldra lcysi- efna kunna að vera eða hversu slikar eitranir atvikast. Því hefur orðið að ráði, að við rektum nánar tildrög þeirra tveggja manns- láta, er að framan greinir, en gerðum síðan nokkra grein fyrir öðrum eitrunum, er orðið hafa af völdum tetraklórmetans í Reykjavík og nágrenni á timabilinu 1945—1964, svo sem heimild- ir eru til um. Við höfum til samanburðar einnig kannað tíðni trí- klóretýleneitrana. Þá var og kannað, hvort vart hafi orðið eitrana af völdum tetraklóretýlens (perklóretýlen; CCL^CCÞ), sem víða er farið að nota í stað tríklóretýlens og tetraklórmetans. Eni? fremur var leitazt við að afla gagna um sölu þeirra þriggja leysi- efna, er liér ræðir, svo að bera mætti saman fjölda eitrana og selt niagn efnanna og þannig fá yfirsýn yfir, live mikil hætta stafar raunverulega af notkun þeirra. Efniviður og’ niðurstöður Kannaðar voru sjúkraskýrslur lyflæknisdeildar Landspítalans. Landakotsspítala og Borgarspítalans aftur til ársins 1944. Einn- ig voru kannaðar krufningaskýrslur Rannsóknastofu Háskóla Is- lands í meinafræði. Athugun þessi leiddi i Ijós, að frá árshyrjun 1945 og til ársloka 1964 liöfðu að líkindum eigi færri en ellefu menn veikzt af tetraklórmetraneitrun og fimm þeirra látizt af þeim sökum. Á sama tímabili liöfðu fjórir veikzt af tríklóretýlen- eitrun, svo að öruggt megi heita, og tveir þeirra látizt. Alls engar heimildir eru um eitranir af völdum tetraklóretýlens. Samtals er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.