Læknablaðið - 01.10.1966, Page 28
200
LÆKNABLAÐIÐ
Fig. 2.
Detail -jeatures of the specivien shovon in fig. 1. (magnified
16x3.2).
gætu verið í g af heila og lifur hins látna. Tölur þessar verður þó að
taka með fyrirvara, svo sem að framan greir.ir.
Sjúklingur XI (G. G., iðnaðarmaður; f. 30.11.1918,
d. 30.ld.196k)
G. var drykkjumaður og drakk í „túrum“, að því er virtist.
G. kom í Landakotsspítala aðfaranótt 28.12.1904, en um það bil
tíu (tögum áður hafði hann lokið nærri tveggja vikna drykkjutúr.
Mann var þá illa haldinn, svo sem hann átti vanda til að lokinni
langvarandi drykkju. Sjúklingurinn var með hita, og tilkvaddur
læknir áleit, að um herkjubólgu væri að ræða og ávisaði lyfjum
í samræmi við það. Hitinn hvarf, en sjúklingurinn var engu að
síður áfram slappur og vansæll. Hann neytti þó litils eða einskis
áfengis þessa daga.
G. hafði undir lok fyrrgreinds drykkjutímabils unnið að út-
varpsviðgerðum í herhergi sínu og m. a. notað við jjað tetraklór-
metan. Vökvinn var geymdur í opinni sultukrukku og stóð þann-
ig, yfir nótt að minnsta kosti, í litlu íbúðarherbergi, er G svaf í.
Eftir því sem bezt verður vitað, voru gluggar lokaðir í herberginu