Læknablaðið - 01.10.1966, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ
203
l.'ítfra marka, en starfsemi SGPT var á hinn bóginn óeðlilega mikil. Of-
starfsemi SGPT staðfesti því, að um lifrarskemmd var að ræða, sbr
einnig smásjárrannsókn á lifur.
Eftir miðnætti 29.12. ])yngdi sjúkíingnum fyrir brjósti, og
hann blánaði. Honum var tvívegis gefið teófvllamín i æð, en hrak-
aði engu að síður. Hann andaðist snemma morguns 30.12., en var
enn með rænu skömmu fyrir andlátið.
Röntgenmynd (28.12.): í báðum lungum var loftmagn veru-
lega minna en eðlilegt er. Iferð var í vefinn beggja megin (r.d.:
bronchopneumonia bilat.?).
Hjartaril (standrit frá útlimum): 3. mynd sýnir hjartarit
tekið að morgni 28.12. Tvö rit tekin síðar þann dag sýndu engar
verulegar breytingar. Plasmakalíum var 4.3 meff./laðmorgni28.12.
4. mynd sýnir hjartarit tekið síðdegis 29.12. og sjást ]jar verulegar
breytingar: lenging á QRS-bylgjum úr um 0.06 sek. í 0.10—0.12
sek. o.q hærri, tialdlaga T-bylgjur. Plasmakalíum var 5.6 meq./l að
morgni 29.12. Umræddar breytinear voru því taldar standa í sam-
bandi við aukið magn kalíums í líkamanum.
Krnfning (seclio 45.9/64/: Nokkur vökvi fannst í brjóst- og kvið-
arholi. Á báðum stöðum sáust einnig gamlir samvaxtastrengir. f gollurs-
húsi voru 45 ml af tærum, ijósleitum vökva. Gollurqhúsið var nokkuð
rantt og þrútið, en vfirborð annars slétt og gliáandi. Kransæðar voru
v'ðar og að mestu sléttar. Dökkrauðbláleitir flekkir off skellur voru á
víð og dreif í hjartavöðvanum neðanverðum. Hjartað vó 370 g.
Lungu vógu 1250 g hvort. Vefurinn var allur þéttur og fastur
ú að taka. Mjög mikill þunnur og froðukenndur vökvi vall úr
lungunum, þegar þau voru kreist.
Lifur (1780 g) var slétt á yfirborði og fölgulbrúnleit. í sneið
að siá var augljós stasi í vefnum. Smásjárskoðun svndi blæðingu
og útbreitt drep i miðjum hnottum (lobuli) (h.d.: necrosis
hepatis c. hae.morrhagiae).
Nýru vógu 260 og 290 g. Slíður flettist auðveldlega af, og
yfirborð var slétt. Börkurinn var gráleitur í sneið að sjá, en mörk
milli barkar og pýramída voru glögg. Slímhúð í nýrnaskálum var
áberandi rauð og með greinilegum blæðingum. Smás.iárskoðun
sýndi ótvíræðar hrörnunarbreytingar (degeneratio) í nýrnagöng-
um, sbr. 5. mynd, og sums staðar sást einnig blóð og frumuhrör
(dedritus) í göngunum (h. d.: degeneratio parenchymatosa
renum).