Læknablaðið - 01.10.1966, Page 36
204
LÆKNABLAÐIÐ
Fig. 5.
Kidney specimen from pt. nr. XI (magnified 16x3.2) showing a
typical degeneration of the tubular epithelial cells (stained with
eosin-j-haematoxylin).
Sj. I. Nokkrum dögum fyrir komuna í spítalann hafði sj. tvívegis
límborið gólf í baðherbergi sínu. Límið var þynnt með tetraklórmetani.
Herbergið var gluggalaust og sj. lá á gólfinu, meðan hann bar límið á.
Næsta dag var hann með óþægindi í kviðarholi, klígju og uppsölu, en
síðan batnaði líðanin. Hrakaði þá aftur og fékk hita allt að 39°. Við
komuna í spítalann var sj. með greinileg einkenni um lungnabjúg og
var hætt kominn. Gulleitum blæ sló á augnhvítuna. Auk gulblæði sýndu
blóðrannsóknir hækkað sökk og mikið þvagblæði, er hélzt nærri óbreytt
i heila viku. Forefni voru í þvagi. Líðan sj. var góð við brottför af
spítalanum. Hjartarit bentu til þess, að sj. væri með hjartasjúkdóm.
Hann lézt af hjartabilun fyrir fáum árum.
Sj. II. Maður þessi var drykkjumaður. Fyrir dauða sinn hafði hann
verið ölvaður í nokkra daga. Hann fannst látinn og við hlið hans ílaska,
er í var tetraklórmetan blandað saft. Við krufningu fannst stór og fitu-
mikil lifur (2280 g). Krufning leiddi ella ekkert í ljós, er skýrt gæti
dauða mannsins.
Sj. III. Sj. hafði í ógáti drukkið 30—40 ml af ormalyfi (tetraklór-
metan-f-paraffín). er blandað var vermouth (!). Hann fékk skömmu
síðar verk í kvið, ógleði, uppköst og niðurgang. Sj. var í byrjun áber-