Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 83

Læknablaðið - 01.10.1966, Page 83
I.ÆKNABLAÐIÐ 239 17. Lögð verði áherzla á að koma upp hjúkrunarspítölum, sem hafa mundu í för með sér betri nýtingu Landspítalans. Enn fremur verði athugað, hverjar aðrar breytingar á verkaskiptingu milli sjúkrahúsa gætu orðið til að bæta rekstur þeirra og læknisþjónustu. Reykjavík, 19. apríl 1966. Guðjón Hansen (sign.) Jón Þorsteinsson (sign.) Sigurður Samúelsson (sign.) Ólafur Bjarnason (sign.) Árni Björnsson (sign.) Árni Þ. Árnason (sign.) ritari nefndarinnar. Samningarnir um launakjör sjúkrahúslækna verða raktir nánar af Sigmundi Magnússyni, en segja má, að öll þessi samningagerð hafi valdið byltingu í samningum sjúkrahúslækna við sína vinnuveitendur, og gefst kostur á að ræða það mál síðar á fundinum. Fyrrverandi stjórn L. í. kom því á, að greiðslur fyrir skólaskoðanir voru samræmdar um land allt, og hafði um það samvinnu við mennta- málaráðuneytið. Skömmu eftir að samkomulag þetta var gert, hækk- uðu skólalæknar í Reykjavík taxta sinn fyrir skólaskoðanir og áttu í samningum um það mál upp á eigin spýtur við yfirvöld borgarinnar og án þess, að stjórn L. R. hefði þar nokkra aðild að eða íhlutun um. Stjórn L. í. hefur lagt til við formenn svæðafélaga, að sama taxta yrði fylgt úti á landsbyggðinni, án þess að um það hafi verið gert beint samkomulag við menntamálaráðuneytið. Er hér verkefni fyrir sam- starfsnefnd L. í. að taka til meðferðar. Námssjóður sjúkrasamlagslækna er nú tekinn til starfa, svo sem kunnugt er, og hafa allmörg sjúkrasamlög í kaupstöðum landsins greitt til sjóðsins. Læknar utan Reykjavíkur eru þar með orðnir virkir aðilar að sjóðnum. Hins vegar mun allmikið skorta á, að hin smærri sjúkra- samlög víðs vegar um landið hafi innt af hendi greiðslur til sjóðsins. Væri ástæða fyrir stjórnir svæðafélaga að fylgja því eftir, að slíkar greiðslur væru inntar af hendi frá öllum sjúkrasamlögum. Einn er sá flokkur samninga, sem enn hefur ekki tekizt að koma á fastan grundvöll, en það eru samningar lækna, sem vinna við hin smærri sjúkrahús úti um landið. Hér hefur enn vantað sameiginlegan samningsaðila, sem læknasamtökin gætu snúið sér til, og er hér enn eitt verkefni fyrir samstarfsnefnd L. í. 5. Héraðslækna- Skortur á héraðslæknum verður æ tilfinnanlegri, vandamálið. sem kunnugt er. Stjórn L. í. drap nokkuð á þenn- an vanda á ráðherrafundi í ágúst 1965, eins og minnzt hefur verið á hér að framan. Hinn 2. júlí sl. kvaddi heilbrigðis- málaráðherra stjórnina á sinn fund til að ræða þetta mál. Á þessum fundi lagði stjórn L. í. til eftirfarandi: 1. Stofnað verði kennaraembætti í almennum lækningum við læknadeildina og stúdentar skyldaðir til að taka virkan þátt í almennu læknisstarfi í námi. Talið var æskilegt, að komið yrði á fót framhaldsnámi í almennum lækningum eða heimilislækn- ingum og fengju læknar þá eins konar sérfræðingsviðurkenn- ingu í þeirri grein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.