Læknablaðið - 01.10.1966, Side 84
240
L Æ Ií N A B L A Ð 1 Ð
2. Flutningavandamál.
Athugaðir verði m. a. möguleikar á aukinni og skipulagðari
notkun þyrlna við læknis- og sjúkraflutninga.
3. Tveggja til fjögurra lækna-stöðvar verði settar á stofn alls stað-
ar bar, sem því yrði við komið (skv. heimild í 4. gr. læknaskip-
unarlaga). Var í því sambandi bent á, að æskilegt væri að geta
starfrækt slíkar stöðvar í sambandi við lítil sjúkrahús, þar sem
hlutaðeigandi læknar gætu allir haft nokkra aðstöðu. í slíku
sjúkrahúsi yrði einnig rannsóknastofa ásamt tæknilegu aðstoðar-
fólki, sem læknar hefðu aðgang að; einnig væri séð fyrir rit-
araþjónustu o. s. frv.
í tengslum við slíkar stöðvar, mætti einnig hugsa sér, að starf-
aði tannlæknir, auk þess sem dýralæknir gæti haft þar bækistöð
og átt aðgang að rannsóknastofu. Loks yrði starfrækt í sam-
bandi við stöðvar þessar lyfjabúð, þar sem því yrði við komið.
Að lokum vakti stjórn L. í. máls á því, hvort ráðherra vildi athuga
möguleika á skipun fimm manna nefndar til að vinna að eftirfarandi
málum:
1. Skoðanakönnun meðal lækna um læknaskipun í dreifbýli.
2. Athugun á samgöngumálum.
3. Athugun á staðsetningu, aðbúnaði (húsnæði og' starfsliði) og
fjárhagsgrundvelli fyrir læknastöðvum.
4. Könnun á möguleikum til að koma upp kennslu í almennum
lækningum hið fyrsta og framhaldsnámi í heimilislækningum.
Ráðherra tók lítt undir möguleika á nefndarskipun, en ákvað, að
samgöngumálin skyldu könnuð af sérfróðum aðilum. Hann taldi ráðu-
neytið hlynnt því, að komið yrði á fót læknamiðstöðvum, þar sem grund-
völlur væri fyrir slíku. Hann kvað ráðuneyti s;*t hafa krifað lækna-
deild og óskað eftir, að kannaðir yrðu möguleikai á kei ;lu í almenn-
um lækningum, eins og áður var að vikið.
Stjórn L. í. tók að sér að sjá um skoðanakönnun neð . lækna varð-
andi úrbætur í þessum málum, og er hún hafin.
6, Framhaldsnámskeið Námskeiðið var haldið í septen b mánuði og
fyrir liéraðslækna og var að þessu sinni fjölsótt.
almenna lækna. Undirbúningur er fyrir nokkn> hafinn að
næsta námskeiði, sem þegar hefu; verið til-
kynnt í Læknablaðinu.
í sambandi við væntanlegt námskeið hefur verið ráðe ð sýning
á læknisfræðibókum, lyfium og lækningatækjum. Umbjóð ndur var-
anna hafa ákveðið að taka á leigu sýningarrými í fundar- rl Dornus
Medica, og má vænta þess, að sýning þessi verði hin fróðle;' 'sta.
7. Ýmis Útgáfa Læknablaðsins var aukin á síðastliðnu ári os komu út
mál. sex hefti í stað fjögurra áður. Aðalritstjóraskipti urð á miðiu
ári. og lét Ólafur Bjarnason af störfum, en í hans sta!' var ráð-
inn Ólafur Jensson. Hagur blaðsins stendur með blóma.
Eðlilegast væri, að skrifstofan tæki að sér útvegun auglý. inga, en
ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn þá.
A