Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 35

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 35
LÆKNABL AÐIÐ 87 búnir til í Róm hinni fornu. Egypzkar myndír sýna aflimun og meðferð brota á hryggjarliðum. Eins og í öðrum greinum læknisfræðinnar voru framfarir litlar fram eftir miðöldum. Má segja, að það sé fyrst á 17. öld, er Parísarlæknirinn Nicholas Andry gaf út bók um „listina að fyrirbyggja og rétta til bæklun á börnum“ árið 1743 og þá rúm- lega áttræður, að orðið orthopaedia skapast.5 Fram til loka 18. aldar takmarkaðist starfssvið sérgreinar- innar við ytri meðferð og einföldustu skurðaðgerðir. Við tilkomu svæfingar- og sótthreinsandi lyfja urðu miklar breytingar á verk- sviði sérgreinarinnar, sem nú taldist ein grein skurðlækninganna. Röntgengeislar til sjúkdómsgreiningar voru snemma teknir til aðstoðar í þessari grein. Bæklunarlækningar eða orthopaedia hefur síðan þróazt mis- munandi í hinum ýmsu löndum. 1 Frakklandi var hún lengi í tengslum við barnalækningar. 1 Englandi, Ameríku og Italíu klofnaði þessi sérgrein frá almennum skurðlækningum nær því samtímis sem kvensjúkdómalækningar, augnlækningar og háls-, nef- og eyrnalækningar. Þetta gerðist um síðustu aldamót. Síð- an hafa í þessum löndum verið sérdeildir fyrir orthopaedi við flest aðalsjúkrahúsin. Á Norðurlöndum byggðist sérgreinin upp á nokkuð annan hátt og að nokkru leyti eftir þýzkri fyrirmynd. 1 byrjun 19. ald- ar var komið á fót stofnunum og skólum fyrir fatlaða og lam- aða, sem síðar fengu sínar eigin sjúkradeildir. A þessum stofnun- um var þessu fólki kennt og það þjálfað til ýmissa heppilegra starfa í lífinu þrátt fyrir bæklun sína. Þannig sinnti sérgreinin á Norðurlöndum í upphafi aðeins broti af því, sem í öðrum lönd- um taldist heyra henni til. Þessar stofnanir voru hinar fyrstu, sem kenndu og þjálfuðu bæklað fólk til heppilegs starfs í þjóðfélaginu. Vegna örrar þró- unar sérgreinarinnar hefur þetta fyrirkomulag algjörlega breytzt og aðrir aðiljar tekið við menntun og þjálfun þessa fólks, en sér- greinin orðið ein grein skurðlækninganna eins og meðal ensku- og frönskumælandi þjóða. Um allan heim hefur sérgreinin orthopaedia þróazt í þá átt að vera sérgrein fyrir bein og liði. Flestir viðurkenna skilgrein- ingu þá, er American Orthopaedic Association hefur gefið:5 „Sú grein skurðlækninganna, sem hefur það starfssvið að koma í veg fyrir og rétta bæklun, að viðhalda og bæta starfsemi beina og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.