Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 38

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 38
90 LÆKNABLAÐIÐ er almennt álitið rétt. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að æski- legur sjúkrarúmafjöldi fyrir greinina Ortopedisk kirurgi þar í landi sé 0.07%o af fólksfjöldanum og ekki minna en 0.05%t,. Séu þessar tölur heimfærðar undir Island, ættu sjúkrarúm fyrir ortho- paedia með beinbrotum að vera samtals 100—140. Innan skamms er búizt við, að tekin verði í notkun 20—30 rúma deild við Landspítalann. Þetta er góður vísir að betri þjón- ustu við almenning og aukinni kennslu fyrir læknanema. Raddii eru uppi um, að fleiri slíkar einingar skuli rísa upp á öðrum stöðum í höfuðborginni. Ég leyfi mér að vara við þess háttai dreifingu, því að flest þau lönd, sem eru í fararbroddi þessarar sérgreinar, reyna að hafa einingar hér sem stærstar. I fólksfáu landi eins og okkar ætti þetta að vera enn nauðsynlegra til þess að geta veitt öllum landsmönnum þá beztu þjónustu mnan sér- greinarinnar, sem kostur er á. Skilyrðislaus nauðsyn er að koma á fót verkstæði til að gera hjálpartæki, og hefur það í för með sér, að stór eining er einmitt það, sem velja á. Menntun fleiri sjúkraþjálfara er mikilvægur þáttur í við- gangi greinarinnar, og þessir tveir síðastnefndu þættir eru eins þýðingarmiklir við uppbyggingu hennar og sjálf sjúkradeildin, því að sérgreinin er háð þessum þáttum, eins og lyflæknirinn er háður starfi rannsóknarstofu á blóði o. s. frv. Séu skoðanir manna ólíkar um vöxt og viðgang þessarar sér- greinar, þarf að samræma þær, svo að unnt sé síðan að koma hinni beztu þjónustu á fót innan sameiginlegra marka. Þetta er nauðsynlegt, svo að þjóðin fái í náinni framtíð að njóta þjón- ustu þessarar sérgreinar í ríkara mæli og réttara hlutfalli við aðrar sérgreinir en hingað til hefur verið. Þá er nauðsynlegt, að íslenzkir læknanemar fái aukna kennslu og kunnáttu í þessari grein, sem er í upphafi óaðgengilegri en margar aðrar sérgrein- ir. Sá, er hana nemur, verður að miklu leyti að breyta hugsunar- hætti sínum, því að sérgreinin er erfið í framkvæmd og árang- ur aðgerða ekki alltaf fenginn á auðveldasta hátt. Heimildir: 1. Reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa frá 3. okto- ber 1961. 2. Renander, Acke (1967): Medicinsk Terminologi. 3. Hannesson, Guðmundur (1954): íslenzk læknisfræðiheiti. 4. Símaskrá fyrir ísland. 5. Friberg, Sten (1959): Nordisk larobok i ortopedi, 1—3. 6. Moberg, Erik: Svenska sjukhusföreningens Ársbok 1966, 202—213.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.