Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 45

Læknablaðið - 01.06.1969, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 95 mikil bifreiðanotkunin er. Þeg- ar rekstrarkostnaður er talinn nákvæmlega fram samkvæmt rekstrarreikningum, kemur það af sjálfu sér, að sá, sem minna hefur notað bifreiðina, hefur lægri rekstrarkostnað og þess vegna minni frádrátt til skatts vegna bifreiðanotkunar. Vinnutími lækna er yfirleitt svo langur og þannig háttað, að þeir hafa fá tækifæri til þess að nota bifreið í eigin þágu nema í sumarleyfum. Eigin bif- reiðanotkun um helgar er m. a. takmörkuð af því, að um þriðju eða fjórðu hverja helgi er vakt- þjónusta, þar sem bifreiðin er notuð til læknisstarfa. Sú yfirborðslega flokkun á bif- reiðanotkun lækna í starfi, sem um getur í fundarsamþykkt rík- isskattanefndar, leggur á lækna óeðlilegar, jafnvel ólöglegar kvaðir, þannig að þeir verða að borga eðlilegan rekstrar- kostnað af því fé, sem afgangs verður, þegar skattar allir hafa verið greiddir. Slíkar ráðstaf- anir eru ekki aðeins þjóðfélags- lega ranglátar, heldur geta þær hindrað eðlilega þróun i verka- skiptingu og störfum lækna. Eru aðeins tvær leiðir til þess að leiðrétta þetta misræmi: a) að skattayfii’völdin kynni sér málið og leggi þar réttan og sanngjarnan grundvöll, b) að stórauka tekjur lækna, þannig að nettótekjur, að frá- dregnum skatti, verði nægjan- legar til þess að greiða þann bifreiðakostnað, sem heyrir starfinu til.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.