Læknablaðið - 01.06.1969, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ
107
Grétar Ólafsson og Arne Malm: *
HANDLÆKNISAÐGERÐIR VIÐ
HJARTAKVEISU
Inngangur
Meðal velmegunarþjóða hafa sjúkdómar í hjarta og æða-
kerfi líkamans aukizt stöðugt. Meðferð þessara sjúkdóma hefur
reynzt læknum erfið og er enn ófullnægjandi. Hagfræðilegar
rannsóknir í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa leitt í ljós, að
um það bil 50% íbúa deyr úr slíkum sjúkdómum. Þetta er svip-
að meðal annarra velmegunarþjóða.
Af áðurnefndum sjúkdómum er um það bil helmingur í krans-
æðum hjartans. Þar af leiðandi deyr fjórði hver Bandaríkjamað-
ur úr kransæðastíflu eða sjúkdómum, sem af henni leiðir.
Má í stórum dráttum segja, að fjórði hver einstaklingur, sem
fær kransæðastíflu, deyi strax eða fljótlega, og að fimm árum
liðnum sé um það bil helmingur þessara sjúklinga látinn. Bata-
horfur hafa þó skánað nokkuð síðari ár, og' er það ekki sízt að
þakka nákvæmari gæzlu sjúklinganna og bættri tækni „Acute
coronary care units“, „Defibrillator", „Pacemaker“ o. s. frv.
Hjartavöðvinn starfar stöðugt, og þarf þess vegna á mikilli
næringu og súrefni að halda, enda er blóðrásarkerfi hans í sam-
ræmi við það. Hægt væri að álykta, að hluti þessa ríkulega æða-
kerfis væri að nokkru leyti til vara, en rannsóknir hafa leitt í
ljós, að svo er ekki.
Blóðstreymi kransæðá og hjartavöðva er tíu sinnum meira
en annarra hluta líkamans, þegar þyngd hjartans er borin sam-
an við heildarþyngd líkamans. Komið hefur í ljós, þegar tekin
hafa verið blóðsýni frá sinus coronarius, að hjartavöðvinn notar
nánast allt súrefnið í kransæðablóðrásinni. önnur líffæri og lík-
amshlutar nýta um það bil þriðjung súrefnis blóðsins. Af þessu
má sjá, að hjartavöðvinn er mjög viðkvæmur fyrir súrefnisskorti
og þrengingar eða hindrun í kransæðum valda súrefnisskorti
(ischaemia) í hjartavöðva, með hjartakveisu (angina pectoris),
og ef til vill hjartastíflu (infarctus cordis) sem afleiðingum.
Fyrstur lækna að lýsa sjúkdómseinkenninu angina pectoris
*) BrjóstholsskurSdeild Malmö Allmanna Sjukhus.