Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 68

Læknablaðið - 01.06.1969, Side 68
110 LÆKNABLAÐIÐ 2. mynd. a) Æðasaumur, eftir að hindrun hefur verið numin burt. b, c og d) „Patch-graft“. innar (perifert) ; síðan var það skrúfað varlega í gegnum hana og hindrunin og æðaþelið (intima) dregið út eins og tappi úr flösku (1. mynd a og b). Longmire opnaði aftur á móti æðina með iangskurði á þeim stað, sem hindrunin var, og tók hana og æðaþelið burt. Opið var síðan saumað saman með æðasaum. Að- gerð þessa gerði hann á 23 sjúklingum, en dánartala eftir að- gerð (prim. mortalitet) var 35%. Þótti honum og öðrum þetta of há tala, og var aðferðin því lögð niður. Á þeim sjúkrahúsum, þar sem slíkar aðgerðir eru enn þá framkvæmdar, er nú notuð svokölluð „Patch-graft“ aðferð, en hún er fólgin í því, að tekinn er burt sjúkur hluti æðarinnar og í staðinn sett ígræðsla úr plastefni eða „homograft", sem venju- lega er tekið frá pericardium eða einhverri bláæð sjúklingsins (2. mynd). Þetta hefur reynzt betur, en dánartala eftir aðgerð er enn þá há, eða um það bil 25%. Af aðgerðum, sem miðá að því að láta nýjar æðar vaxa inn í hjartavöðvann, má fyrst nefna aðferð Vinebergs. Hún er fólgin í þvL að önnur eða báðar arteria mammaria interna eru frílagð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.