Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 65

Læknablaðið - 01.08.1969, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 143 leyti til útskilnaðar í gauklum (glomeruli), en útskilnaður i snúðgöngum (tubuli) skiptir minna máli. Jafnframt hafa skugga- efnin nú inni að halda mun meira magn joðs í hverjum ml en áður var. Þetta tvennt gerir það að verkum, að hlutlægara mat fæst við rannsóknina á starfrænu ástandi nýrnarvefjarins (nephrogram) og einnig öruggara mat á líffæralegu (anatomisku) ástandi cal- yxkerfa, nýrnaskjóðu, þvagleiðara og blöðru sökum meiri þétt- ingar (concentratio) skuggaefnisins í útskilnaði. Þannig er unnt að meta betur háða ofangreinda þætti, hæði með því að auka magn inndælds skuggaefnis og með því að breyta tímaröð á myndatöku. Auk hinnar venjulegu urografiu má á þennan hátt fá með þess- um skuggaefnum góðar upplýsingar um starfhæfni og að nokkru um ástand næringaræða nýmanna með töku röntgenmynda á einnar minútu hili þegar frá lokum skuggaefnisdælingar, en liún þarf að fara hratt fram (functionsurografia)1 Þessi aðferð gefur oft fyrstu bendingu um mismun á blóðrennsli um nýrna- vefinn, t. d. við hypertonia reno-vascularis. Sökum þess, að meira joðmagn er í nútimaskuggaefnum, má framlengja rannsóknirnar með hetri árangri, og hefur slíkt eink- um þýðingu í sambandi við leit að orsökum seinkaðs útskiln- aðar frá öðru nýranu, sem þá er mjög oft vegna þrengsla eða lok- ana í nýrnaskjóðu eða þvagleiðara af t. d. nýrnasteini, sem ekki gefur röntgenskugga á yfirlitsmynd. Slík þrengsli eða stöðnun verða oft sýnd með því að framlengja rannsóknina klukkutímum saman, taka yfirlitsmyndir á einnar til þriggja stunda fresti allt upp í tólf klukkustundir. 1 slíkum tilvikum má þó stundum ná árangri fyrr með notkun svonefndrar infusionsurografiu.10 Infasionsurografia byggist á því, að tiltölulega miklu magni skuggaefnis er dælt inn í blóðrásina ásamt talsverðu magni (200- 300 ml) þrúgusykursupplausnar. Verða þá, auk útskilnaðarins um gaukla, sem áður var getið, nokkur þvagrennslisaukandi áhrif af þrúgusykursupplausninni, og samtímis mikil „upp- hleðsla“ á skuggaefninu, bæði í snúðgangahluta nýrnavefjarins og dreift um smáæðar og háræðar. Þar eð hér sameinast annars vegar þvagrennslisaukandi áhrif og hins vegar, að nýrnavefur- inn ræður ekki við meira en ákveðið magn til útskilnaðar í timaeiningu, verður árangurinn hetri og lengri skuggaefnis- fylling, ekki aðeins á calyxkerfi, nýrnaskjóðum og þvagleið-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.