Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 36

Læknablaðið - 01.08.1972, Page 36
72 LÆKNABLAÐIÐ Alþingis að afloknum for- mannafundi 18. apríl 1970, en þar segir m. a.: „Á þessum fundi kom fram hugmynd um bráðabirgðalausn þess vanda, sem byggist að verulegu leyti á þeirri grund- vallarreglu að láta framabraut ungra lækna lig'gja gegnum dreifbýlið, með þeim bætti, að tilteknar nýjar náms- og' rann- sóknastöður við Landspítalann verði tengdar störfum í dreif- býli.“ Á aðalfundi Læknafélags Is- lands 1970 var gerð samþykkt um málið og erindi sent heil- brigðismálaráðherra 12. ág'úst 1970. Þar sem ekkert gerðist í mál- inu, var landlækni ritað bréf 30. marz 1971. Þar segir m. a.: „Stjórn L.I. vill vekja máls á erindi þessu, og beinir þeim eindregnu tilmælum til heil- brigðisstjórnar, að hún beiti sér þegar fyrir setningu laga á yfirstandandi Alþingi, sem heimili heilbrigðismálaráðherra að stofna a.m.k. 6 eins árs aðstoðarlæknisstöður við spítal- ana. Verði þær tengdar lækn- isþjónustu dreifbýlisins með þeim liætti, að læknum í þess- um stöðum sé skylt að sinna læknisstörfum í dreifbýli, allt að helming samningstímans, þegar brýn nauðsyn krefur og ekki er unnt að fá lækna eftir venjulegum leiðum.“ „Um langt árabil hefur víða á landinu ríkt tilfinnanlegur læknaskortur, sums staðar beinlínis neyðarástand, en ör- yg'gisleysi í beilbrigðismálum getur leitt til auðnar i heilum byggðum. Þegar læknar í dreif- býli hafa þurft að fara í sum- arleyfi, námsferðir, eða forfall- ast með einum eða öðrum bætti, befur oft borið svo við, að eng- inn læknir hefur verið tiltæk- ur að hlaupa í skarðið. Slíkt leiðir til öryggisleysis fyrir íbúa héraða og raunar algers vandræðaástands, einkum á vetrum, þegar samgöngur eru erfiðar. Fyrirsjáanlegt hefur verið um árabil, að ógerlegt hefur verið að fá nægan fjölda lækna til slíkra skyndistarfa, sem hér um ræðir, nema gerð- ar vei’ði skipulagðar ráðstafan- ir af hálfu hins opinbera til að mæta þessai’i þöi’f. Flestir lækn- ar á Reykjavíkursvæðinu eru bundnir við störf hjá binum ýmsu beilbi’igðisstofnunum, og sjúkrasamlögum. Þeir fáu, sem enn stunda eingöngu sjálfstæð stöi’f, eru séi’fi’æðingar á þröng- um sviðum, og geta ekki horfið frá þeim fyrirvaralaust til að sinna verkefnum í fjarlægum landshlutum. Hér er um ígripa- vinnu eða skyndistöi’f að í’æða, sem aðeins henta atvinnulaus- um læknurn, nenxa sérstakar ráðstafanir komi til. Atvinnu- leysi í læknastétt hefur verið óþckkt, og verður ekki fyrir bcndi í náinni framtíð."

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.