Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 47

Læknablaðið - 01.08.1972, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 79 í þessari skilgreiningu koma fram sömu meginþættirnir tveir og áður: Gæði þjónustunnar og kostnaður af þjónustunni. Gæði þjónustunnar eru að sjálfsögðu háð kostnaði. En á áratug vélatækni og sjálfvirkni er vert að benda sérstaklega á, að þessi gæði eru þó ekki síður komin undir þekkingu og starfshæfni þeirra, sem þjónustuna veita. Kostnaður af heilbrigðisþjónustu hefur margfaldazt á undanförn- um árum. Sú þróun getur auðvitað ekki haldið áfram til langfrarra, því að aðrar atvinnugreinar, menntamál o. s. frv., þurfa líka á sínum hluta að halda. Það er stjórnmálaleg ákvörðun, hve miklum hluta þjóðartekn- anna skuli varið til heilbrigðismála, í samkeppni við aðrar atvinnu- greinar. Hvernig markmiðum heilbrigðisþjónustunnar er náð innan þessa ramma, er hins vegar stjórnunarlegt verkefni. Ekki er vafi á því, að í hinu stjórnunarlega verkefni hefur ekki náðst nægilega góður árangur á undanförnum árum. Ein orsök þess er sú, að enginn einn aðili hefur markað heildarstefnuna í heilbrigðis- málum, heldur hefur frumkvæðið verið hjá mörgum aðilum. Þessir aðilar hafa heldur ekki samræmt aðgerðir sínar. Útkoman hefur orðið óskýr stefna og stefnuleysi. Til þess að uppbygging geti átt sér stað með eðlilegum hætti og komið verði í veg fyrir óþarfa tvítöku í fjár- festingu' og óhagkvæmni í rekstri, verður skýr stefnumörkun að liggja fyrir. Útfærsla stefnunnar hlýtur m. a. að liggja í skilgreiningu á hlutverkum og verkaskiptingum sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana. Fyrst þegar verkefni og verksvið sjúkrahúss eða heilbrigðisstofnunar hefur verið skilgreint, er unnt að meta, hvort árangur sé í samræmi við markmið. Þegar verksvið er illa skilgreint, svífa stjórnendur í lausu lofti og ákvarðanir þeirra geta auðveldlega stangazt á við heild- arstefnu eða heildarhag. Skýr verkaskipting er þess vegna forsenda skynsamlegrar stjórnunar sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. Sú stofnun innan heilbrigðisþjónustunnar, sem mest ber á og þessi ráðstefna snýst sérlega um, er sjúkrahúsið. Á sjúkrahús má líta sem kerfi, sem beitt er til framleiðslu á hjúkrunarþjónustu. Þetta kerfi er u’ndirliður í heildarkerfinu og á sér sjálfstæð markmið sem slíkt. Þegar litið er á sjúkrahúsið með þessum hætti, beinist áhuginn að því annars vegar, hversu mikið sé lagt af mörkum af hinum ýmsu framleiðsluþáttum og hins vegar að því, hver sé afrakstur þessa starfs í gæðum og magni þjónustu. Gæði þjónustunnar og afköst kerfisins verða ekki mæld með öllum venjubundnum aðferðum venjulegra framleiðslukerfa. Fyrsta merki um slælegan árangur í rekstri sjúkrahúss kemur þó oft fram á mælikvörðum, sem einnig eru notaðir að verulegu leyti í ýmsum öðrum kerfum. Má þar nefna lélegt samband við „viðskiptavini", hvcrt sem þeir teljast til sjúklinga, venjulegra viðskiptaaðila eða heilbrigðismálastjórnar. Á sama hátt er óánægja starísfólks, sem fram kann að koma í lélegri ástundun, fjarveru og jafnvel uppsögnum, til marks um lélega starfshæfni kerfisins. Um sjúkrahús gildir, að ekki verður fullyrt, hvort það hafi ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.