Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.04.1973, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 41 TAFLA V Hjartarafrit (94 sjúklingar). Jákvætt EKG á við breytingar, sem taldar eru einkennandi fyrir lungnarek. Fjöldi Niðurstaða sjúklinga Jákvætt EKG 22 H. raun (T ý'Vi-Vi) 18 Si Qs T | 4 RBBB 4 Prominent P 3 voru 71 (76,4%) með óeðlilega mynd. í rannsókn, þar sem lungnarek hafði verið staðfest með pulmonal angiografiu, voru 71% með óeðlilega lungnamynd.8 Algeng- asta röntgenlýsingin er infiltrat, hjá 49 sjúklingum. Lungnabólga og hjartabilun, sem oft gefa líka sjúkdómsmynd og lungnarek, valda svipuðum breytingum á lungnamynd, svo þessi rannsókn er lítt hjálpleg við mismunagreiningu. Hjartarafrit (EKG) sýnir oft engar breytingar og algengt er, að breytingar hverfi fljótt. Meirihluti sjúklinganna er með hjartasjúkdóm og er þá erfiðara að meta EKG. Rannsóknin sýndi, að 22 (23,4%) höfðu EKG breytingar einkenn- andi fyrir lungnarek (Tafla V). Kemur það heim við það, að aðrir hafa fundið 19-20% með „positivt“ EKG.8 6 Þar sem einkennin eru oft mjög lík við lungnarek og við kransæðastíflu, hefur EKG mikið gildi við mismunagreininguna. Þó getur hjartalínuritið verið villandi, því að stund- um sjást breytingar, sem svipar til þeirra, sem verða við hjartadrep í afturvegg. Tafla VI sýnir LDH-gildi og fjölda hvítra blóðkorna, þar sem slíkt var rann- sakað. Hækkað LDH, eðlilegt GOT og hækkað bilirubin í blóði hefur þótt benda til lungnareks, sérstaklega, ef betta þrennt fer saman. Hækkun á LDH verður 8-24 klst. eftir byrjun sjúkdómsins og er í há- marki á öðrum til þriðja degi.8 Ókostur- inn við þetta próf er, að margt annað veldur hækkun á LDH, ekki sízt sjúk dómar, sem oft líkjast lungnareki kliniskt, kransæðastífla, lungnabólga og hjartabil- im. Aðalþýðing GOT er að útiloka krans- TAFLA VI LDH-gildi (21 sjúklingur) og fjöldi hvítra blóðkorna (86 sjúklingar). Mæligildi Fjöldi sjúklinga LDH>70 17 LDH<70 4 Hv. blk.<10 þús. 47 Hv. blk.>10 þús.<15 þús. 29 Hv. blk.>15 þús. 10 æðastíflu. Minnst gagn er af bilirubin- mælingunni. Talið er, að bilirubin hækki við lungnadrep, en bað er einmitt sú mynd, sem auðveldast er að greina. Oít hækkar bilirubin vegna hjartabilunar (stasis í lifur). Fjöldi hvítra blóðkoma fer sjaldan yfir 15 þús. við lungnarek, nema eitthvað ann- að komi til, t. d. bakteríusýking. Talning á hv. blk. var gerð hjá 86 af 102, en aðeins 10 voru með fleiri en 15 þús. í þessu sam- bandi má benda á, að 31 voru taldir vera með sýkingu. Mæling á venuþrýstingi er mjög mikil- væg, einkum ef um lost er að ræða. Við stór lungnarek, sem valda losti, mælist C.V.P. hár, yfirleitt yfir 15 cm. MEÐFERÐ OG AFDRIF Af þeim 51, sem lifðu, voru 38 með- höndlaðir með segavörnum. Hjá 13 var greiningin ekki talin örugg, og kann það að skýra af hverju fleiri voru ekki með- höndlaðir með segavörnum. Hjá tveimur var sjúkdómsgreiningin gerð við útskrift ,,in retrospect“. Þrír voru ekki settir á segavörn vegna ástæðna, sem mæltu gegn því (contraindication). Tveir höfðu feng- ið slag og einn hafði „hjartatamponade". Tveir voru taldir hafa fengið lungnarek alllöngu fyrir komu og segavörn þess vcgna ekki talin nauðsynleg. Hjá 5 sjúklingum varð að hætta við segavöm vegna fylgikvilla. Tveir fengu blæðingu frá meltingarfærum. Einn varð meðvitundarlaus og hætta talin á heila- blæðingu. Einn fékk mikinn blóðuppgang og annar fékk „hjartatamponade".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.