Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 12

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 12
44 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur Bjarnason læknir , UM PHIMOSIS OG EKKI PHIMOSIS Mikils misræmis gætir í því, hvað lækn- ar telja vera eðlilega forhúð hjá svein- börnum, og hvað þeir telja vera forhúðar- þrengsli: phimosis. Ennfremur gætir mis- ræmis í meðferðinni og þá fyrst og frernst um það, hvenær meðferðar er þörf og hvenær ekki. Svo nauðsynleg sem meðferð cr, þegar hennar er þörf, er þó sennilega enn meira um vert að sleppa henni, þegar hún er óþörf. Raunveruleg, sjúkleg forhúðarþrengsli eða philmosis stafa af örmyndun fremst í forhúðinni, sem veldur því að forhúðin þrengist svo, að henni verður ekki vikið upp fyrir glans. Þrengslin geta verið mjög mismikil, allt frá óverulegum samdráttar- hring, sem lítt eða ekki gætir, til nær full- kominnar lokunar, sem getur valdið alvar- legri nýrnasköddun vegna fyrirstöðu við þvaglát. Þessi örmyndun í forhúðinni verð- ur til vegna meiðsla (t. d. sköddunar af rennilás), vegna endurtekinnar og oft þrá- látrar bólgu (infektionar) í húðinni, en sennilega oftast eftir ýmsar tilfæringar foreldra eða hjúkrunarfólks, sem reynir að lækna sjúkdóm, sem upphaflega er sjaldnast fyrir hendi. Phimosis finnst að vísu hjá nýfæddum börnum, en afar sjaldan. Hins vegar er langalgengast, að ekki sé hægt að draga upp forhúð nýfæddra drengja og er þar um að ræða eðlilegt og fysiologiskt ástand, sem ekki er vegna phimosis heldur vegna samvaxta milli forhúðarinnar og glans. Þessir samvextir hafa sínu hlutverki að gegna og ástæðulaust að rífa þá upp, enda leysast þeir venjulega sjálfkrafa á fyrstu árunum. Eftir það er oftast hægt að færa forhúðina upp fyrirstöðulaust. Sé svo ekki, er um að kenna phimosis eða eftirstöðv- um samvaxta. Þegar forhúð, sem upphaflega er eðli- leg, er þanin hastarlega, annaðhvort með því að toga óvægilega í hana eða með því að teygja hana með einhverju verkfæri (oftast æðatöng), myndast í henni smá- sprungur, stundum ósýnilegar, og í þeim svo hægfara infection, sem skilur eftir ör, þegar hún hverfur. Bandvefurinn í þessu öri dregst svo saman og með tímanum myndast þarna raunveruleg phimosis. Þetta er sennilega algengasta myndunar- saga forhúðarþrengsla. Þessi víkkunarmeðferð er gagnslaus og kemur stundum í veg fyrir, að náttúran hafi sinn eðlilega gang og leysi sjálf þetta áhyggjuefni. Verði greind virkileg forhúðarþrengsli hjá pilti á fyrstu árum æfinnar er rétt að vísa honum til skurðlæknis til aðgerðar. Einnig er stundum ástæða til aðgerðar, ef um er að ræða endurteknar ígerðir undir forhúðinni (balanitis). Á fjórða aldursári ætti að athuga for- húð allra drengja með tilliti til hreyfan- leika (retractabilitets) hennar. Séu þá enn samvextir, má gera ráð fyrir, að þeir verði horfnir áður en drengurinn hefur náð skólaaldri. Sé phimosis til staðar ber að vísa honum til skurðlæknis til aðgerðar. Á fyrsta skólaári sé gerð önnur at- hugun. Finnist þá eitthvað athugavert, svo sem samvextir eða þrengsli, verði gert við því þá. Þær aðgerðir, sem um er að ræða, eru losun (lysis) samvaxta og plastik eða um- skurn við þrengslum. Umskurnar er þó nær aldrei þörf, enda veldur það veru- legri útlitsbreytingu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.