Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 13

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 45 ÓIi Hjálmarsson KETALAR — NÝTT SVÆFINGALYF Ketamine-hydrochlorid hefur um nokk- urra ára skeið verið notað á tilraunastigi, en er nú komið á markað (Ketalar, Keta- ject, Ketanest). Hér á landi er það selt undir heitinu Ketalar (Parke-Davis), og verður það nafn notað hér á eftir. Hér er um að ræða skammvirkt, barbitursýru- frítt svæfingalyf, með sérstæðum verkun- um að mörgu leyti. Efnafræði. Ketalar er samsett af tveim 6-liða hringum (mynd 1). Kemiska heitið er 2 - (O-chlorophenyl) - 2 - methylamino- cyclohexanone. — Það er náskylt phen- cyclidine (Sernyl), sem hefur verið reynt sem svæfingarlyf, en hefur of miklar auka- verkanir. Ketalar er hvítt, kristallað efni, með bræðslumark 259°C og auðleyst í vatni með pH 3,5-5,5. Efnið er notað í tveim styrkleikum, 10 mg/ml, sem gefið er í æð, og 50 mg/ml, sem gefið er í vöðva. Lyfjafræðileg verkun. Ketalar verkar cataleptiskt. Analgetisk verkun er mjög mikil, en hypnotisk áhrif lítil. Lyfið má gefa bæði í æð (i.v.) og í vöðva (i.m.). Verkun er stutt, stendur 5-10 mínútur eft- ir i.v.-gjöf, en 15 til 20 mínútur eftir i.m.- gjöf. Áhrif Ketalar á heila og taugakerfi hafa ekki verið fyllilega útskýrð ennþá. Það virðist örva suma hluta taugakerfis- ins, en deyfa aðra, gagnstætt öðrum svæf- ingarlyfjum, sem aðeins verka deyfandi. Útlit sjúklings og hegðun í Ketalarsvæf- ingu er því að ýmsu leyti ólíkt venjulegri svæfingu, líkast því, að hann sé vakandi, en ekki í sambandi við umheiminn. Corssen & al.2 komust að þeirri niður- stöðu með EEG.-rannsóknum, að Ketalar verki fyrst og fremst á associations- miðstöð í heila, þannig að tilfinningaboð stöðvist ekki í mænu eða mænukólfi, en nái alla leið upp í heilabörk, en þar stöðv- ist úrvinnslan (association) þeirra. í stað eðlilegrar úrvinnslu, verði „dissociation“ og þar af kemur nafnið „dissociative anaesthesia“. í samræmi við þetta er svo sú reynsla, að Ketalar bregðist, ef um er að ræða skemmdir eða sjúkdóma í cortex cerebri,815 og kannski sú reynsla okkar, að það verki ver á andlega vanþroskuð börn en önnur. Ketalar hefur verið notað mikið við neuro-röntgenlogiskar skoðanir á börnum, með góðum árangri.24 Á síðustu árum hafa birzt nokkrar greinar um hækk- aðan intra-craniel þrýsting af Ketalar. Dawson & al.6 fundu hækkaðan intra- craniel þrýsting við tilraunir á hundum. List & al.16 og Wyte & al.26 fundu mikla hækkun á intra-craniel þrýstingi hjá sjúkl- ingum með óeðlilegt frárennsli á mænu- vökva. Verður því að álíta, að ekki sé rétt að gefa Ketalar, ef grunur er um hækkaðan intra-craniel þrýsting. Dawson & al.6 fundu einnig hjá hund- um mjög aukið blóðstreymi til heilans, samfara æðavíkkun í heila og auknum efnaskiptum. Takeshita & al.22 komust að Cl Frá St. Jósefsspítala, Landakoti. Mynd 1.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.