Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 50

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 50
72 LÆKNABLAÐIÐ sett á blað. Skilgreining og kerfissetning þessarar hugrænu starfsemi er mjög erfið og reynir á rökræna hæfileika lækna til að endurskoða sinn eigin bankagang. Til- raunir á þessu sviði eru þó í gangi á mörg- um stöðum.23 34 Forsendur fyrir vélvinnslu læknabréfa eru að sjálfsögðu, að þær upplýsingar, sem á að skrifa út, séu til í véltæku formi (ein- kenni, saga, framvinda sjúkdóms, rann- sóknir og meðferð). Véltaka sjúkrasögu ásamt þeim upplýsingum, sem skapast í þjónustudeildum (rannsóknir, röntgen- ummæli) og vegna legu sjúklings (hita- blöð, meðferð o. fl.), gerir kröfu til staðl- aðra gagna. Stöðluð gögn þýða þó ekki, að allar upplýsingar séu staðlaðar. Alltaf skal gert ráð fyrir athugasemdum eða afbrigð- um, sem. staðallinn nær ekki til. Sumir hafa e. t. v. tekið eftir því, að notað er orðið gagn, en ekki eyðublað. Astæðan er sú, að véltaka sjúkrasögu get- ur farið fram með ýmsu móti: 1. Venjuleg eyðublöð. Þessi blöð eru út- búin með reitum til að skrá (kóda) hin ýmsu atriði eða til að krossa við fyrirframprentaða texta auk mögu- leika til að skrifa texta.34 Eftir afriti slíkra blaða er unnt að gata viðkom- andi upplýsingar og hugsanlegan texta í gatspjöld til innlesturs í tölvu. Úr tölvunni er unnt að fá útskrift og tölfræðilega vinnslu úr þeim upplýs- ingum eftir vild. Einnig getur tölva leitað í óstöðluðum upplýsingum, t. d. frjálsum texta, að umbeðnu.m lykil- orðum og orðasamböndum.43 38 Þessi aðferð er þægileg og hagkvæm, þeg- ar upplýsingamagn er lítið og þegar tölva eða skyld tæki eru. ekki tiltæk á staðnum. Ókostir eru þó kostnaður við götun og villumöguleikar í slíkri yfirfærslu. 2. Eyðublöð fyrir vélvinnslu. Slík eyðu- blöð eru einnig pappírsblöð. Þau eru útbúin þannig, að fyrir aftan hvern fyrirframprentaðan texta er reitur til að merkja í með blýanti. Á slíkum blöðum er einnig hægt að gera ráð fyrir frjálsum athugasemdum. Mikil reynsla er fengin á notkun slíkra eyðublaða og beiting þeirra takmark- ast eingöngu við hugmyndaflug not- enda. Sum slík blöð eru prentuð með líkamsmyndum, þar sem aðeins þarf að merkja viðkomandi stað á mynd- inni. Slík blöð eru lesin af tækjum, sem breyta innlesnum merkjum yfir í gatspjöld eða flytja upplýsingar beint yfir í tölvu (sjá mynd 2). Þessi aðferð er mjög vinsæl við véltöku sjúkrasagna. Höfundi er kunnugt um notkun slíkra eyðublaða á eftirtöld- um sviðum: Lyflækningar,1718 hand- lækningar, kvensjúkdómar,23 hjarta- sjúkdómar, geðsjúkdómar,22 sálfræði- próf,22 slysaskráning,35 heilarafrit,39 röntgenlýsingar, líkamsskoðun, heyrn- arpróf, sýklarannsóknir,21 matar- pantanir, athugasemdir hjúkrunar- kvenna.9 3. Eftir tilkomu ódýrari og fjölbreytt- ari ,,sjónvarpsskerma“, sem hægt er að tengja við tölvur, hefur enn ný aðferð bætzt við. í stað eyðublaðs eru sýndar spurn- ingar á skermi.25 Til að svara spurn- ingu játandi, neitandi, eða velja á milli fleiri svarsmöguleika, er aðeins ýtt á viðkomandi orð á myndinni með sérstökum ljóspenna. Síðan er næstu spurningu varpað á skerminn. Röð spurninganna má breyta eftir því sem undangengin svör gefa til- efni til. Þannig getur tölvan sleppt óþörfum spurningum og stytt þar með „viðtalstímann“. Á sumum slík- um tækium er einnig mögulegt að sýna myndir af líkamshlutum til að benda á með ljóspenna. Loks fylgir slíkum tækjum lyklaborð, líkt og á ritvél, til að bæta við frekari skýr- ingum.12 25 34 Eftir að spurningum er lokið, prentar tölvan „journal“ eða skýrslu í samhangandi máli eftir fengnum upplýsingum. Þess skal get- ið, að umrædd „sjónvarps“tæki eru ekki af sömu gerð og heimilissjón- varpstæki — gæði myndarinnar eru yfirleitt miklu meiri en á nokkru heimilistæki, myndin titrar ekki og lengi og vill. Ekki er þó hægt að varpa nema ákveðnum hámarksfjölda stafa eða tákna á einni mynd (480 eða 1920).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.