Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 54

Læknablaðið - 01.04.1973, Page 54
76 LÆKNABLAÐIÐ Hannes Finnbogason ÞRJÚ GÖMUL BRÉF UM SLYSA-KIRURGIE FYRIR 85 ÁRUM Davíð Scheving Thorsteinsson var lækn- ir í 5. læknishéraði á árunum 1881-1894. Þau ár, sem hann gegndi því embætti, náði héraðið yfir Barðastrandarsýslur báðar, að undanskildum Flateyjarhreppi. Hann sat fyrst á Vatneyri við Patreksfjörð, en flutti síðan að Brjánslæk í Vatnsfirði á Barða- strönd. Þar hefur honum þótt betra að vera, enda verið þar sem næst miðsvæðis í héraðinu. í Brjánslækjartúni sjást fornar húsatóftir, taldar vera af bæ Hrafna-Flóka. Davíð fluttist í 4. hérað árið 1894. Það hérað náði þá yfir Hnappadals- og Snæ- fellsnessýslur, auk Flateyjarhrepps, en fram til ársins 1890 fylgdi því héraði einn- ig öll Dalasýsla. Árið 1901 flytur hann í ísafjarðarhérað, en 1917 til Reykjavíkur, þá 62ja ára. Hann lézt árið 1938. Árið 1935 skrifar hann Ólafi Jóhannes- syni, útgerðarmanni og frönskum konsúl á Vatneyri við Patreksfjörð. Ólafur svarar því bréfi, en Davíð skrifar síðan þakkar- bréf fyrir greið svör. Friðþjófur Ó. Jóhannesson, sonur Ólafs, rak útgerð og verzlun á Vatneyri ásamt bræðrum sínum. Hann var áhugasamur um fornar minjar og hélt til haga mörgu, er geymdi sögu heimabyggðar hans, enda manna fróðastur um sögu héraðsins. Þegar undirritaður var héraðslæknir á Patreksfirði, gaf Friðþjófur mér afrit af þessum bréfum, sem hér eru birt án breyt- inga. H. F. BRÉF DAVÍÐS SCHEVING 20. JÚLÍ 1935 Jeg sný mér nú til þín, gamals kunningja og vinar, með tilmælum um að útvega mér nokkrar upplýsingar um Ólaf þann á Lambeyri, sem jeg tók höndina af forð- um, fyrir 48 árum, eða árið 1887. Jeg man að þetta var 1887, árið, sem jeg flutti að Brjánslæk, en hafði sent öll hin stærri verkfæri mín sjóleiðis til Flateyjar, en þaðan áttu þau að sækjast að Læk. En shipið, sem átti að flytja þau til Flateyjar, var þá ekki komið þangað, og jeg stóð því uppi nærri allslaus. Jeg ber alltaf á mér „Volonteur-Forbindetaske“, sem þá var kölluð, með hníf, skærum, sáratöng og þess háttar, en vantaði allt það stærra, t. d. amputationshníf, sög o. fl. Jeg réðst þá í að nota vel brýndan fiskihníf og grindar- sög, og þetta gekk allt slysalítið. Johnsen á Suðureyri var aðstoðarmaður og einhver annar, Þórar. Thorlacius, minnir mig, en jeg man það ekki vel. Chloroform haðfi jeg og karbólsýru, sem þá var mikið notuð — suða á verkfærum þekktist þá ekki. Jeg man ekki hvað langt leið um þar til Ólafur komst á fætur, mig minnir, að mér væri sagt, að hann hefði farið að bera við að róa á smáfisk þar í firðinum eftir ca. 3 vikna tíma, eða jafnvel fyr, en þessar sögusagnir eru æfintýrakenndar, — og vildi jeg gjarna fá sannar fregnir af, ef hægt væri. SVARBRÉF ÓLAFS JÓHANNESSONAR Þú biður mig í bréfi þínu, dags. 20. júlí, þ. á., um upplýsingar „um Ólaf þann á Lambeyri, sem jeg tók höndina af forð- um“. Þegar jeg las þitt góða bréf, datt mér í hug kvæði Runebergs um Fánrik Stál: „Jo, dárom kan jag ge besked om herrn sa vill, ty jag var med“. Þar með er komið að efninu, því jeg var með, ásamt Johnsen á Suðureyri. Svæfði jeg Ólaf, samkvæmt fyrirsögn þinni, því aldrei hafði jeg verið við „operation“, svo þetta var í fyrsta sinn, sem jeg var notaður sem aðstoðarmaður til að svæfa með „Cloroform“, en síðar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.